Seðlabanki á villigötum.

Hef verið að hlusta á umræður nú síðustu daga um efnahagsmálin og vextina.  Mjög ólíkar skoðanir hafa komið fram sem er afar einkennilegt.  Auðvitað ætti að liggja ljóst fyrir hvaða áhrif vaxtahækkun hefur í þjóðélaginu.

Mín skoðun er sú að Vilhjálmur hjá Vinnuveitendasambandinu hafi rétt fyrir sér en hann talar fyrir lækkun vaxta en Seðlabankinn og Davíð rangt fyrir sér.  Síðan éta menn hver á eftir annan upp vitleysuna í Seðlabankanum og halda það að með því að tönglast á því sínkt og heilagt að hækkun vaxta dragi úr verðbólgu að þá verði þessi ranga fullyrðing sönn. 

Sagan sýnir að hér á Íslandi hefur vaxtahækkun aldrei dregið úr verðbólgu.  Þvert á móti hefur hækkun vaxta alltaf stuðlað að hærri verðbólgu.   Að halda það að hækkun vaxta dragi úr verðbólgu er álíka gáfulegt og að segja að hækkun strætisvagnafargjalda dragi almennt úr ferðalögum. 

Þar að auki veldur þetta háa vaxtastig því að spákaupmenn  um allan heim kaupa jöklabréf og stuðla að fölsku gengi krónunnar við sölu á þessum bréfum hrynur gengi krónunnar og mun það gerast fyrr en síðar.  Lækkum því vextina strax það mun ekkert neikvætt gerast heldur munum við þá fyrst vera eins og aðrar þjóðir.  Látið ekki hræðsluáróður bölsýnismannanna villa ykkur sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband