Þorvaldur Gylfason maður dagsins.

Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og prófessor var maður dagsins í gær í Silfri Egils.  Hann talaði tæpitungulaust um ástandið í efnahagsmálum Íslands.  Sagði að efnahagsstjórn fyrrverandi ríkisstjórnar hefði verið röng og að hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar hagfræðinga. 

Hann sagði að Seðlabankastjórnin ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér ekki seinna en í dag til að ekki þyrfti að breyta lögum til að koma henni frá.   Hann sagði líka að mikil spilling hefði verið hér hjá ráðamönnum við einkavæðingu bankanna og að stjórnmálamenn og vinir þeirra hefðu hagnast á gjörningnum.  Það væri lyginni líkast sagði hann ef  skattborgarar þyrfti svo að koma inn bönkunum til bjargar eftir allt saman.

Punkturinn yfir iið var sú skoðun hans að ríkisstjórnin ætti að sækja um aðild í ESB fyrir hádegi í dag og.  Vona að hún sé búinn að því. Lokaorðin hans voru ,,ballið er búið". Skemmtilegur maður Þorvaldur Gylfason. Verst að málefnið skyldi vera svona sorglegt.


mbl.is Auðurinn kemur að utan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir að commenta á síðuna mína. Alltaf gaman að fá skoðanir annarra og nauðsynlegt. Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir og mér hefur bara alltaf fundist síðan ég komst til vits og ára  að ríkið hafi aldrei staðið undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar. Alltaf að leitast við að halda öllum ánægðum og hummar fram af sér að taka róttækustu ákvarðanirnar þannig að allt veltist um í einhverri hálfvelgju og hvergi tekið á hlutunum eins og þarf og á meðan þetta er svona þá verður einstaklingsframtakið að koma til bjargar.

Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband