Geir og Evrópusambandið

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja 70% Íslendinga hefja undirbúning að inngöngu í Evrópusambandið.

Fyrir þessari skoðun er meirihluti í öllum flokkum nema Frjálslynda.   Á sama tíma og þessi skoðanakönnun var gerð og birt var Geir Haarde á ferð um Evrópu til að hitta alla helstu framármenn Evrópusambandsins.

Eftir að hann kom heim upplýsti hann  í fjölmiðlum að hann hefði aldrei minnst einu orði á hugsanlega aðild að inngöngu í Evrópusambandið.  Þannig hunsar Geir Haarde forsætisráðherra vilja íslensku þjóðarinnar.  Sá forsætisráðherra sem hunsar vilja þjóðar sinnar á að segja af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svör Geirs þegar spurður er um evrópumál eru honum til skammar.  Þvílík fyrirlitning sem hann sýnir afstöðu þjóðarinnar í þessu sambandi.  Hvort hann eigi að segja af sér er annað mál.  Hann er enn að hlaupa af sér hornin eftir að hafa losnað úr bóndabeygju Davíðs.  Fyrir minn smekk hefur annars dagfarsprúður maður og málefnalegur breyst í hálfgerðan hrokagikk, yfirlætið og montræfilshátturinn er blessuðum manninum til minnkunar svo ég noti nú hans eigin orð með vísan í ummæli hans um Sigurð Líndal forðum.

Ævar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þordís.

Gætir þú upplýst mig um það hver gróðin sé á því að ganga í Evrópusambandið ?

Ég þekki ekki marga sem tjá sig mikið um evrópumál vegna þess að mjög fáir eru upplýstir um kosti og galla þess,jafnvel stjórnmálafræðingur sem ég þekki til. Persónulega treysti ég mér ekki að lýsa mig samþykkan eða á móti göngu í þetta samband því ég hef einfaldlega ekki nægjanlegar upplýsingar um það. Að 70% þjóðarinnar sé hlint inngöngu inn í Evrópusambandið segir aðeins hálfa söguna þar sem ég geri ráð fyrir því að stór prósentu fjöldi af þessu fólki er án nokkurs vafa jafn illa upplýst og ég um Evrópusambandið. Ég tel vilja fyrir inngöngu í þetta samband sé vegna ástandsins í efnahagsmálum.

með kærri kveðju

Brylli 

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Brynjar.

Það kemur betur og betur í ljós að við getum ekki verið með minnstu mynnt í heimi á sama tíma og við ætlum að taka þátt í útrás og viðskiptum á alþjóðlegum markaði.  T.d. þá féll gengi krónunnar um nær 30% á aðeins 2 dögum nú fyrir skömmu. Svona sveiflur eru óásættanlegar og ef við værum í mynntbandalagi Evrópu og í Evrópusambandinu myndi slíkt aldrei geta skeð.  Sem sagt fyrsta svarið er þróun alþjóðlegra viðskipta sem við viljum taka þátt í bókstaflega krefst þess að við hendum krónunni og tökum upp stabílli gjaldmiðil. Í öðru lagi þá yrðu vextir miklum mun lægri en við höfum búið við og engin verðtrygging á lánum. Þetta finnst mér vera megin rökin fyrir að sækja um aðild að Evrópusambandinu en auðvitað má tína fleira til sem skiptir minna máli í mínumhuga eigum við ekkert val lengur þrátt fyrir að benda megi á ókosti líka.  Þar að auki erum við komin meira en hálfa leið inn í Evrópsambandið í gegnum EES samningin og verðum að hlýta evrópskum reglum í meira mæla en fólk almennt áttar sig á.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.5.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þordís.

Þú talar hér um að efnahagsmál séu megin rökin fyrir því að við eigum að ganga í Evrópusambandið. Það sem þú gleymir er að þó íslenska krónan sé óvenjuveik í dag þá gæti það breist á næstu misserum. Það var löngu vitað að þetta yrði kreppuár samkvæmt spám. Evrópusambandið er eflaust ágætur kostur en þó svo að þetta virðist fyrirheitnalandið í dag þarf það ekki að vera á morgun. Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvernig Evrópulönd þróast á næstu árum og þó evran sé sterk í dag þá þarf hún ekkert endilega að vera það eftir 10 ár. 

Brynjar Jóhannsson, 3.5.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Eftir stendur samt að krónan gengur ekki í hinum stóra heimi og við ætlum að halda áfram að vera með í geiminu utan Íslands ekki satt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.5.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband