Umburðarlyndi.

Umburðarlyndi okkar Íslendnga er alveg með eindæmum.

Ráðamenn og forystumenn komast bókstaflega upp með allt og ganga hér um eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir að skjalfest sé og marg rannsakað af virtum prófessorum hérlendum og útlendum að hver vitleysan og klaufaskapurinn reki aðra í stjórn og rekstri þessa lands (og banka). 

Ráðamenn hrósa sér af dugnaði sínum, úrræðum og kraftaverkum sem eru alveg að koma í ljós og eru rétt handan við hornið. 

Upplýst var í  hádegisfréttum Stövar2 að enn ein skýrslan hefði verið gerð þar sem rannsókn leiddi í ljós og fullyrt var að vanda okkar Íslendinga hefði mátt afstýra að stórum hluta með aðild að Evrópusambandinu og Evrunni.  Það var vitað að krónan okkar væri alltof lítill gjaldmiðill fyrir stærð bankanna.

Var siðferðilega rétt af ráðamönnum að fela þessar uppýsingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband