24.10.2008 | 16:10
IMF kastar björgunarhringnum.
IMF lánar okkur 2 milljarða dollara. Á næstu 2 árum þurfum við 6 milljarða svo treysta þarf því að hin Norðurlöndin láni okkur þessar fjórar sem upp á vantar. Við erum gjörsamlega háð nágrönnum okkar og frændum (þökk sé frjálshyggjunni).
Blaðamannafundirnir í dag sýndu svo sem ekki fram á neitt nýtt, gjaldþrot og erfiðleikar framundan en vinnslan er hafin og það glittir í ljósið.
Formennirnir voru trúverðugir hvor fyrir sinn hatt. Geir H. Haarde styður sinn mann í Seðlabankanum og er ekki tilbúinn í Evrópusambandsumræður að svo stöddu. Ingibjörg Sólrún föst á sínu vill nýja stjórn í Seðlabankann og tilbúin í Evrópusamandið strax. Hún hefur líklega náð sér í nokkur atkvæði þarna.
Seðlabankastjórnin sættir sig líklega við stjórnartauma IMF skárra væri það nú.
Áróður VG um að kröfur IMF yrðu örugglega brútal og óásættanlegar voru ekki á rökum reistar.
Óska formlega eftir aðstoð IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.