Rífandi gangur.

Flottur fundur hjá forsætisráðherrunum á Egilsstöðum.  Svo er fólk að segja að ríkisstjórnin geri ekkert. Lánamálin milli okkar og norðurlandanna að komast á hreint segir Jóhanna.  Þá er bara að samþykkja Icesave samninginn drífa sig svo í  ESB viðræður og vona að við það þokist gengið í rétta átt svo maður geti farið að ferðast aftur til útlanda.

 


mbl.is Gott samstarf forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Og rústa atvinnuvegunum þá er þetta fullkomið.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.6.2009 kl. 12:08

2 identicon

Góðan dag; Þórdís Bára - sem þið önnur, hér á síðu !

Tek undir; með Ragnari Gunnlaugssyni, alfarið.

Þórdís Bára ! Það er einmitt; fólk eins og þú, sem reyna að skemma baráttu anda fólks, í þeim Hildarleik, sem framundan er; og hafinn er.

''í rétta átt svo maður geti farið að ferðast aftur til útlanda'', lýsir hugarfari manneskju, hver hugsar aðeins, um eigin bakhluta, og dásamar jafnframt svikahrappa þá, sem hér fara með völdin, og eru að leggja land og fólk og fénað, að velli auðnar og uppblásturs, til dýrðar frjálshyggju Kapítalisma þessa heims.

Það er; skömm, að fólki, eins og þér - Þórdís Bára !

4 fjölskyldur, úr minni ætt, eru að fara af landi brott - sum farin, alfarin nú þegar. Er þetta; ekki afskaplega ánægjulegt, allt saman, Þórdís Bára ???

Með; afar snúðugum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Heldur léttuðug færsla hjá mér heldurðu Óskar?  Það er mín bjargfasta skoðun að ekkert nema ESB getur bjargað okkur úr ósköpunum sem fyrrverandi 18 ára stjórnarliðar komu okkur í.  Með ESB lagast gengið, lækka vextir atvinnulífinu til hagsbóta og sóknarfæri til sjávar og sveita aukast til muna.  Með ESB helst okkur á unga fólkinu.  Veit vel að það tekur tíma að laga skaðann sem þegar er orðinn en við megum engan tíma missa og þá sérstaklega vegna atvinnulífsins.  Hvert flytur fólkið  svo nema til ESB landa?því þar er betra að vera, lægri vextir og betri kjör.  Skömm að þér sjálfum Óskar Helgi Helgason sem kannski kaust þessa óstjórn yfir okkur ár eftir ár.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.6.2009 kl. 13:24

4 identicon

Þórdís Bára !

Veit ekki; hvort rökþrota fólk - sem þú, sé svaranna vert, yfirleitt.

Hygg; að ég, sem þau önnur, hver fylgt hafa sjóhunda- og bændanna hliðhollu þungavigtarsveit, þeirra Guðjóns Arnars, þurfum ekkert, að skammast okkar fyrir, að fylgja þeim að málum, hverjir setja íslenzka hagsmuni, í öndvegi, í stað þess, að ganga undir písk AGS/ESB/NATÓ samsteypunnar, sem þú, og þínir líkar kjósið, fölskvalaust, sem að orðfæri þínu má ráða.

Ekkert; nema einurð, sem aukin samskipti, við þau lönd hver nær okkur standa, sem Kanada - Grænland - Færeyjar - Noregur og Rússland, auk ríkja Ameríku heimsálfanna þriggja - og Austur- Asíu og Eyjaálfu, geta bjargað okkur, frá svelg nýlenduherranna, í Brussel, vitir þú ekki betur, Þórdís Bára.

Og; að lokum, áður en þú mærir Jóhönnu Sigurðardóttur frekar. Hver; er munurinn á 200 þúsund króna ''styrknum''  hennar, á sínum tíma, í leynd - og sjáltöku Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrum Landsbanka stjóra, í leynd einnig; huglægt sem hlutlægt ? 

Minni þig á; Steinunni V. Óskarsdóttur - 2 x 2 milljónir / Guðlaug Þór Þórðarson - 2 x 2 milljónir, að ógleymdum uppskafningum og ættleranum, systursyni mínum; Helga Hjörvar, með sínar 900 þúsundir króna. Allt; ''styrkþegar'' , að þínu skapi, Þórdís Bára Hannesdóttir, eða er ekki svo ?

Þannig; að þú ættir, að spara skammar yrðin - og líta í eigin rann, þinna vildarvina , ágæta frú.

Með hálfu; snúðugri kveðjum, en fyrr - enda; frá þeim Kveldúlfi úr Hrafnistu ættaður, svo skýrt komi fram /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:43

5 identicon

Sæl Þórdís Bára. Frábært hjá þér að fylgja sannfæringu þinni í þessu máli. Þeir stökkva á þig um leið, vakthundarnir, sem þrá ekkert frekar en að flytja aftur inn í torfkofana og éta mosa með hvalspiki ofan á. 

Kári (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Voðalega ertu snúðugur Óskar Helgi.  Takk fyrir stuðninginn Kári.  :))))

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.6.2009 kl. 14:15

7 identicon

Sæl enn; Þórdís Bára - og þið önnur, hér á hennar síðu !

Þórdís Bára ! Enda; tilefnin ærin. Hugði; þá ég ólst upp, á Stokkseyri (1961 - 1971), og síðar, við uppbyggingu þeirra tíma kynslóðanna - að svona hlutir gætu EKKI gerst, hverjir yfir okkur eru að ganga - 2. hver maður, vinnandi, myrkranna á milli, orðinn ærulaus, sökum glæpalýðs, undir leiðsögn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka - Samfylkingar og Kommúnista (VG liða), sem á daginn er komið, og; .......... helvítis ''útrásar'' hyskið gengur ENN laust, með bros á vör.

Þakkir miklar; ættir þú skildar, Þórdís Bára - gætir þú svarað ástæðu þess, að þau Jóhanna og Steingrímur hugleiða ekki einu sinni, að koma Djöfla hyskinu, í verðugt straff - það eitt; myndi öldur lægja, svo ég tali nú ekki um, að þau snáfuðu síðan sjálf, af valdastólum, og Byltingarnefnd þjóðernissinnaðrar Alþýðu, tæki síðan við völdum, um sinn, að minnsta kosti.

Það; væri góð byrjun endurreisnar starfsins, í landinu.

Með; ögn, mildari kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Verstu bara rólegur Óskar Helgi hyskið lendir allt á Hrauninu sjáðu bar til ..... en Byltingarnefnd þjóðernissinnaðrar Alþýðu....  ,,Gud hjelpe oss" svo maður sletti nú bara dönskunni en gott að þú ert að mildast:))

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.6.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband