Steingrímur á að tjá sig um Lilju.

Afhverju tjáir Steingrímur sig ekki um ummæli Lilju. Auðvitað á hann að hafa sterka skoðun á þessu frumhlaupi þingmannsins sem virðist algerlega misskilja stöðu sína.  Við búum við þingbundna ríkisstjórn.  Til þess að slíkar ríkisstjórnir geti stjórnað af festu og ákveðni þurfa viðkomandi stjórnarþingmenn að standa með sinni ríkisstjórn gegnum þykkt og þunnt eftir að málin hafa verið lögð fyrir Alþingi.  Annar möguleiki er einfaldlelga ekki fyrir hendi. 

Áður en málin eru lögð fyrir Alþingi eru þau lögð fyrir þingflokkana til ákvörðunar.  Þar er tími þingmanna til að hafa áhrif.  Þar geta þeir rifist endalaust og breytt frumvörpum.  En eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að leggja fram frumvarp með áorðnum breytingum þá verða stjórnarþingmenn að standa saman allir sem einn. 

Það hljóta allir að sjá að það gengur ekki að stjórna landinu þannig að til að ná fram ákveðnum málum á Alþingi þurfi alltaf að kanna fyrst í hvernig skapi Lilja Mósesdóttir eða aðrir þingmenn eru þann og þann daginn. Þetta fyrirkomulag var við líði í hinni fallvöltu ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen árið 1980 til 1983 en þá þurfti ávallt fyrir atkvæðagreiðslur að kanna hvernig ákveðnir þingmenn höfðu farið fram úr þann morguninn.  Sú ríkisstjórn leystist upp og sama mun gerast með þessa ríkisstjórn ef fram heldur sem horfir. 

Auðvitað verður Steingrímur því að taka á þessu alvarlega máli og koma á þannig aga í sínum flokki að aðrir stjórnmálaflokkar treysti sér í samstarf við VG.


mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ENDILEGA

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef fram heldur sem horfir mun Samfylkingin skreppa saman.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband