Eva Joly á villigötum.

Eva Joly er þekkt af rannsóknum sínum á fjársvikamálum.  Það er hennar verksvið og væntum við góðs af því. Hins vegar er hún komin á villigötur þegar hún fer út fyrir verksvið sitt og fer að ræða skuldamál Íslendinga yfir höfuð.  Það bætir ekki okkar stöðu að Eva Joly sé að væla fyrir okkar hönd út um allan heim.

Seðlabanki Íslands gaf út það sérfræðiálit 15. júlí s.l. að við Íslendingar gætum auðveldlega staðið við Icesave samkomulagið. Einnig hefur komið fram að lánakjör af þessu láni er með því hagstæðasta sem gerist.

Þar sem fjármálakreppan er á undanhaldi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu má telja víst að þetta varfærna mat Seðlabankans um að 75% af eignum Landsbankans  muni  endurheimtast  standist örugglega.

Til þess að Ísland öðlist viðeigandi sess meðal Evrópuþjóða verðum við því að staðfesta Icesave samninginn án unddanbragða.

Ef við samþykkjum hann ekki og höldum áfram að væla í anda Evu Joly mun það þýða annað bankahrun og óendanlega erfiðleika og lífskjaraskerðingu fyrir íslenska þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband