Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir sig úr flokknum.

Það ætlar ekki af Framsóknarflokknum að ganga.  Nýjustu tíðindin eru þau að Anna Kristinsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi  hefur sagt sig úr flokknum og ástæðan er sú að forysta flokksins skilur ekki óskir og vilja almennra Framsóknarmanna.

Þessi uppákoma kemur ekki á óvart.  Svo virðist vera að  Framsóknarflokkurinn sem á tímum Steingríms Hermannssonar var félagshyggjuflokkur hafi siglt algjörlega í strand.  Fyrrverandi stuðningsmenn Framsóknarflokksins, félagshyggjufólkið styðja núna augljóslega Samfylkinguna.  Því má segja að hluti Samfylkingarinnar samanstandi af gamla Framsóknarflokknum þegar hann var og hét.

Það skiptir engu máli í þessu sambandi þó Guðni sé skemmtilegur á bak við eldavélina.  Framsóknarflokkurinn var of lengi með hægri stefnu í algjörri andstöðu við almenna flokkksmenn þannig að ekki verður aftur snúið.  Halldór Ásgrímsson sem á alla almenna mælikvarða er talinn greindur maður virðist aldrei hafa skilið almenna Framsóknarmenn og er það með algjörum ólíkindum og því fór sem fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Skrýtið þá, þegar flokkurinn virðist vera að fara til baka, að hún skuli segja sig úr honum??

Annars er það mín skoðun að flokkurinn hafi tekið rétta stefnu með áherslu hægra megin við miðju ef menn vilja kalla það það, á þeim tímum sem hvað mesta breyting hefur átt sér í hinum vestræna heimi dagana eftir "Kalda stríðið".

Hvað sem segja má um stefnubreytingu Framsóknarflokksins, þá hefði stöðnun farið enn verr með flokkinn.

Gísli Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband