Krónan eða evran

Var einmitt að hugsa hvað það væri skrýtið að margir hverjir þeirra sem eiga minnst og hafa lægstu launin vilja ríghalda í krónuna eins og um lífsakkerið sé að ræða. Efnaða fólkið, fyrirtækjaeigendur eða þeir almennt sem eiga eitthvað undir sér vilja evruna. Það fólk lætur ekki heyra mikið í sér en dafnar eins og púkinn á fjósbitanum við að fá innkomuna sína greidda í evrum alsælirmeð sitt. Þar má nefna sem dæmi ferðamannaiðnaðinn og útfluttningsgeirann. Við hin þurfum að kaupa gjaldeyrir dýrum dómum og með harmkvælum. Sýna farseðil og allt. Alveg furðulegt.

mbl.is Halda vöxtum óbreyttum í 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speki þingmannsins.

Algjört bull aö hætta við. Vegna þess að það er samdóma álit allra sem vit hafa á þ.e. lækna og sérfréðinga um heilbrigðismál að það sé gífurlegur sparnaður að hafa alla starfsemina á einum stað í stað margra tuga starfsstaða nú sem dreifast um alla borg.  Reiknað hefur verið út og þeim útreikningum hefur ekki verið mótmælt að verðmæti sem skapast vegna þessarar hagkvæmni myndi greiða allan fjármagnskostnað við byggingu spítalans.

Þetta stóra og metnaðafulla mál afgreiðir Vigdís Hauksd. sem byggingu á óþarfa steypukassa. Verð að viðurkenna að það setur að manni smá hroll við að hlusta þessa speki þingmannsins.


Kosningaloforðin orðin að engu.

Það er ótrúlegt hvað auðvelt er að blekkja þjóðina. 

Í kosningunum í vor settu Framsóknarmenn á svið leikþátt sem byggður var á hálfsannleik og komust þannig til valda í þjóðfélaginu. 

Blekkingin fólst í því að telja fólki trú um að hægt væri að fá peninga frá hrægömmunum sem eiga stórar kröfur á gömlu bankana. Látið var líta þannig út að þetta væri e.k. aukapeningur sem ríkið myndi fá í hendur og síðan væri hægt að dreifa til þeirra sem höfðu orðið fyrir svo nefndum forsendubresti.

Þegar betur er að gáð þá er þarna auðvitað ekki um neinn aukapening að ræða. Heldur er eru þessar eignir hrægammanna að stærstum hluta einfaldlega skuldir ríkissjóðs.  Með því að fá afslátt af kröfum hrægrammanna munu skuldir ríkissjóðs lækka.

Það er algjörlega augljóst og hefur alltaf verið að auðvitað verða þessir peningar notaðir til þess að lækka skuldir ríkissjóðs.  Auðvitað mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ráðherrar stærstu útgjaldaflokka ríkissjóðs þ.e. Illugi menntamálaráðherra og Kristján þór heilbrigðisráðherra aldrei samþykkja annað en að peningarnir verði notaðir til að lækka skldir ríkissjóðs.  Slíkar eru kvalir þeirra dags daglega við að reka stofnanir ríkisins.

Gaman verður að fylgjast með því hvaða leikþátt framsóknarmenn setja á svið þegar fólkið loksins fattar blekkingar kosninganna.

 


Nú get ég.

Nú get ég segja Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í dag og berja sér á brjóst. Flokkarnir sem báru ábyrgð á hruninu m. a. með því að hafa vexti 18% þannig að erlendir peningar flæddu inn í landið en komast núna ekki heim aftur vegna gjaldeyrishafta og afleiðingin af þessari snilldarstjórn í peningamálum er 800 milljarða kr. snjóhengja.
En nú eru íslendingar búnir að kjósa þessa snillinga aftur til að stjórna landinu.

Vegna þessa er spurning norðmannsins á dögunum eðlileg en hann spurði ,,Hversu vitlausir geta íslendingar orðið''.

Háir skattar.

Illugi Gunnars talar á Alþingi núna segist vona að vinstri öfl hræri aldrei framar í skattakerfinu. Ég segi. Vonandi setja hægri menn landið okkar ekki aftur á hausinn svo að það þurfi ekki aftur að rýja almenning inn að skinni.

Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn.

Með því að ákveða á landsfundinum að slíta viðræðunum við ESB er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að setja sig í einangrun í íslenskum stjórnmálum.

Kjósendur munu ekki láta bjóða sér svona öfgastefnu.  Flokkurinn sýndi nú fjandsamlegt viðmót til almennings í þessu landi með því að ákveða að ekki væri hægt að treysta því til að ákveða sjálft hvort það vill ganga í ESB eða ekki þegar samningar liggja fyrir.

Fylgi flokksins hlýtur að stórminnka við þessa fjandsamlegu ákvörðun. Einnig er vandséð hverjir geta verið bandamenn Sjálfstæðisflokksins eftir þetta.

Eini flokkurinn sem gæti hugsanlega unnið með þeim er Framsóknarflokkurin.  

Augljóst er að Framsóknarflokkurinn hefur yfirburðastöðu í þeim viðskiptum.

 


Ólafur Ragnar bregst þjóðinni.

Ólafur Ragnar fór langt yfir strikið í dag með því að fara með sínar prívat skoðanir til Bretlands og þykjast tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar. 

Fyrir örfáum dögum var birt niðurstaða skoðunarkönnunar um afstöðu fólks til aðildarviðræðna við ESB.  Niðurstaðan var sú að 49 % íslensku þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og fara síðan með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í stað þess að greina frá þessu samviskusamlega og á hlutlausan hátt þá treður hann sínum persónulegu skoðunum inn í viðtalið og gefur í skyn að þær séu skoðanir þjóðarinnar. 

Með slíkum yfirlýsingum er hann auðvitað búinn að dæma sig óhæfan til að gegna embætti forseta Íslands.

 


Arður til fjárglæframanna að hætti 2007.

Enn á ný berast fréttir sem hingað til hafa verið kenndar við 2007 aðferðir.

Finnur Ingólfsson lætur hlutafélagið sitt greiða sér 100 m kr í arð á sama tíma og dótturfélag þessa ,,stönduga'' hlutafélags er sett í gjaldþrot.  Þetta er rosalega sniðugt.

Skella taprekstrinum á dótturfélagið sem að öðru jöfnu ætti heima í móðurfélaginu.

Hvenær ætla íslendingar að rísa upp og krefjast þess að hlutafjárlögunum verði breytt þannig að siðlausir fjárglæframenn geti ekki leikið svona leiki.

Heyrst hefur að nákvæmlega sömu hlutafélagabrellur hafa verið leiknar á Hornafirði.

Hvernig skyldi standa á því?


Gamma ehf. og hugsjónamennskan.

Heyrði í fréttum um daginn að Gamma ehf. fjárfestingafélag, væri búið að sölsa undir sig fullt af íbúðum á góðu verði og á góðum stað.  Þeir leigja íbúðirnar núna á okurverði en ætla svo að selja þær seinna þegar íbúðarverð hækkar. 

Fullvíst er að þeirra mati að íbúðarverð fari hækkandi.  Hvernig svo sem það er reiknað út. Launin eru ekki að hækka, nema hjá sumum og naðsynjvörur hækka og hækka.

Gamma ehf. treystir á að unga fólkið, sem er að hefja búskap og eru að byrja að eignast börn, muni stökkva til og kaupa íbúðir af þeim á uppsprengdu verði. Falleg hugsjón og óeigingjörn er það ekki?

Íbúðir, þak yfir höfuð barna og fullorðinna eiga ekki að vera undirstaða gróðrabrasks. 

Í ESB löndunum er þessu allt öðruvísi farið. Þar á unga fólkið kost á húsnæði við hæfi og geta sniðið sér stakk eftir vexti.  Þar þarf ekki að setja sig í skuldafangelsi til lífstíðar eða-og setja foreldra sína á hausinn í næstu kreppu vegna þess að íbúðarhúsnæði þeirra var veðsett fyrir börnin.

Hvers vegna gera stjórnvöld ekkert í húsnæðismálum og setja af stað kerfi sem passar fyrir íslenskar aðstæður.. 

Það þarf leiguhúsnæði eða íbúðir til kaups á verði sem er raunhæft fyrir Íslendinga. Hvað segja Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir eða Bjarni Benediktsson um þetta mál?

 


Umræðurnar í heita pottinum.

Barnabætur er enn skammarlegar lágar.

Ellilífeyrir alltof naumt skammtaður. Skerðing vegna lífeyrissjóðs er of mikil.

Mikil reiði er í lífeyrisþegum. Þeim finnst ríkisstjórnin hafa brugðist sér.

Þeir sem ekki eiga húsnæði og þurfa að leigja sér húsnæði leggja allt of hátt hlutfall tekna sinna í húsnæðiskostnað.

Ellilífeyrisþegar geta ekki leyft sér neitt. Börn þeirra hafa flutt frá þeim til útlanda. 

Eina svarið frá þeirra hendi er að kjósa ekki Samfylkinguna og ekki VG. Reiðin beinist að þeim en ekki að fyrri stjórnvöldum.  Kannski ná þeir frekar eyrum núverandi stjórnvalda hinir eru ekki eins sýnilegir. 

Stjórnvöld gengu ekki nógu langt í að bæta kjör þeirra lægst settu í þjóðfélaginu sem vissulega höfðu það skítt fyrir hrun líka.

Reiðin er í alvörunni. Tala nú ekki um hjá þeim sem töpuðu sparifé sínu í hruninu.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband