Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.12.2008 | 13:00
Það er mikið.
Það er mikið að hann gaf sig kallinn í brúnni ekki seinna vænna enda þjóðarskútan nær sokkinn á hafsbotninn. Las pistil eftir Jónas Haralz og Bjarna Beneditsson í morgun þeir árétta enn einu sinni að evrópusambandsaðild og upptaka evru sé eina raunhæfa lausnin til að koma skikki á efnahagsmálin hér og að einhliða upptaka evru sé ekki möguleg vegna þess hvernig komið er fyrir okkur í efnahgsmálum (sjá í morgunblaðinu í dag).
Ps. svo er hann líka farinn að taka DO á teppið. Geir er vaknaður.
![]() |
Aðildarviðræður koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2008 | 09:40
Fyrir hvern er Samfylkingin.
Burt með verðtrygginguna. Hér eru háir breytilegir vextir og verðtrygging sem er óréttlátt. Er óánægð með Samfýlkinguna hvað það varðar að hugsa meira um hag fjármagnseigenda heldur en þá sem skulda það þarf að laga.
Ingibjörg sagði satt á fundinum í Háskólabíói. Þar var ekki öll þjóðin og hún hafði kjark til að segja það. Hugrekki er ekki sama og hroki. Brjálæði að hafa kosningar strax en auðvitað þarf að kjósa eftir nokkra mánuði og hreinsa til í stjórnkerfinu.
15.11.2008 | 16:33
Nýir vendir sópa best.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem vikurnar líða frá bankahruninu að fjármálakerfi Íslendinga hefur þróast í stjórnlausa ófreskju.
Skuldir bankanna voru 10 x heildar þjóðartekjur á ári. Færustu hagfræðingar þjóðarinnar með mikla alþjóðlega reynslu auk erlendra virtra hagfræðinga eru allir sammála um að þessi ofsalega skuldasöfnun og ójafnvægi í fjármálakerfinu sem hér viðgengst gat ekki endað nema á einn veg. Spurningin var bara hvenær það mundi gerast.
Eftirlitsaðilaðilar með fjármálum á Íslandi s.s. Fjármálaeftirlitið , Seðlalbankinn og ráðherrar fjármála og bankamála hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri gífurlegu áhættu sem fylgdu þessari starfsemi.
Með þetta í huga, hvers vegna í ósköpunum gerðu þeir ekkert í málunum til að koma í veg fyrir að svona lagað gæti gerst. Afhverju stöðvuðu þeir ekki þenslu bankakerfisins, skiptu bönkunum upp og fluttu hluta þeirra til útlanda, sóttu um aðild að Evrópusambandinu með það í huga að taka upp evru og fl. sem bráðnauðsynlegt var að gera ef á annað borð var ætlunin að halda uppi svona stóru bankakerfi.
Ekkert var gert í málinu til að koma í veg fyrir slysið heldur aðeins vonað að allt myndi reddast. Eitt lítið dæmi um þetta var svar bankamálaráðherrans þegar hann var spurður um Icesave reikningana þá svaraði hann, ég frétti fyrst af þessu í blálokin af ágúst. Hvers konar svar er þetta? Þessi æðsti yfirmaður bankamála átti auðvitað að eigin frumkvæði að hafa verið að skoða þessi mál alla daga og nætur miðað við þá gífurlegu áhættu sem hér var um að ræða. Hann virðist ekki hafa tekið neitt mark á öllum viðvörunarbjöllunum eða hagfræðingum víðsvegar að í heiminum, hann vissi sko betur.
Sama má segja um stjórn Seðlbabankans, Fjármálaeftirlitið og Fjármálaráðherrann, auðvitað sváfu þeir allir á verðinum.
Þeir einstaklingar sem hér eiga í hlut og sitja í þessum háu embættum eru allir mætir menn en einfaldlega stóðu sig ekki í þeim verkefnum sem þeim voru falin sem eftirlitsaðilum í fjármálakerfinu. Þeir hljóta því að þurfa að axla sína ábyrgð, yfirgefa fjármálageirann og hjálpa þannig þjóðinni til öðlast á ný traust á alþjóðavettvangi.
Nýir vendir sópa best.
![]() |
Friður og blóm á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 11:17
Ísland fátækara.
Segir ekki einhvars staðar að auðurinn felist í fólkinu. Víst er að Ísland verður enn fátækara eftir að Pólverjarnir fara heim til sín. Góða ferð heim Pólverjar. Þið eigið gott að geta pakkað saman og farið þangað sem er arðvænlegra.
Takk fyrir samveruna sem var frábær fyrir Ísland og Íslendinga sem því miður kunnu ekki að spila rétt úr kortunum.
![]() |
Pólverjar munu lána Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 19:54
Konur þora.
Athyglisvert við fréttina ,,Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa" að það voru nær eingöngu konur, þingmenn, sem stigu á stokk og mótmæltu í dag. Þær mótmæltu þögninni, leyndinni, aðgerðarleysinu máttleysi Alþingis og því að fá ekki að vera með í endurreisninni.
Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að Katrín Jakobsdóttir skyldi gera það því hún er í stjórnarandstöðu en því meira fréttnæmt að Guðfinna Bjarnadóttir Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir skyldu gera það því þær eru í Sjálfstæðisflokknum og þar á bæ hefur það ekki þótt við hæfi að vera með múður á móti forystunni.
Þorgerður Katrín hefur líka látið í sér heyra. Nú og svo eru það kjarnakonurnar Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir. Það er eins og það sé meiri kraftur í konunum á þinginu.
Fleiri konur á þing það er örugglega farsælla. Þær eru kjarkmeiri og duglegri að taka til hendinni. Er það ekki bara?
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 16:48
Við hvað eru Sjálfstæðismenn hræddir.
Það hefur vakið mikla athygli undanfarna daga þegar menn eru að reyna að sjá leið út úr öngþveitinu að þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast koma af fjöllum.
Fyrir liggur að alþjóðlega bankakreppan kemur miklu harðara niður á okkur en öðrum þjóðum. Ástæðan er sú að hér er auk bankakreppunnar gjaldeyriskreppa vegna þess að myntin okkar, krónan er ónothæf í alþjóðaviðskiptum. Þetta er eins skýrt og nokkuð getur verið. Því hljóta Íslendingar að leita eftir aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Skoðanakannanir sýna að 70 til 80% Íslendinga eru þessarar skoðunar.
Á sama tíma koma fram þingmenn Sjálfstæðismanna hvor á fætur öðrum og hjakka enn í gamla farinu hvað þetta varðar og mega ekki heyra minnst á aðild að ESB og evruna. Hvar hafa þessir menn verið. Hafa þeir verið á fjöllum. Við hvað eru þessir þingmenn hræddir.
Alveg er ljóst að þessi þjóð þarf ekki á þeim þingmönnum að halda sem þora ekki að halda fram sannfæringu sinni af hræðslu við Davíð eða einhvern annan. Þrátt fyrir allt þá trúi ég ekki öðru en að þeir viti betur. Þeir verða einfaldlega að læra að standa í lappirnar
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 11:08
Sjálfstæðisflokksins styður Samfylkinguna.
Samfylkingin er búin að fá óvænta og öfluga stuðningsmenn, sem eru ráðherrar og samanlagður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins e.t.v. með einni undantekningu sem er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þessi óvænti stuðningur felst í því að vera ennþá, þrátt fyrir allt sem gerst hefur á undanförnum vikum, á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þessi þráhyggja forystufólks í Sjálfstæðisflokknum er fordæmalaus heimska í stjórnmálum og er löngu farin að ofbjóða öllu venjulegu fólki í landinu. Í hvert sinn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins afneita Evróðpusambandinu í heimsku sinni þá eykst stuðingur við Samfylkinguna í sama mæli. Enda er Samfylkingin nú orðin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ef Samfylkingin vill stækka ennþá meira á hún endilega að biðja forystumenn Sjálfstæðisflokksins að tala sem oftast og lengst um afstöðu sína til Evrópusambandsins. Hvers á okkar þjóð eiginlega að gjalda?
24.10.2008 | 16:10
IMF kastar björgunarhringnum.
IMF lánar okkur 2 milljarða dollara. Á næstu 2 árum þurfum við 6 milljarða svo treysta þarf því að hin Norðurlöndin láni okkur þessar fjórar sem upp á vantar. Við erum gjörsamlega háð nágrönnum okkar og frændum (þökk sé frjálshyggjunni).
Blaðamannafundirnir í dag sýndu svo sem ekki fram á neitt nýtt, gjaldþrot og erfiðleikar framundan en vinnslan er hafin og það glittir í ljósið.
Formennirnir voru trúverðugir hvor fyrir sinn hatt. Geir H. Haarde styður sinn mann í Seðlabankanum og er ekki tilbúinn í Evrópusambandsumræður að svo stöddu. Ingibjörg Sólrún föst á sínu vill nýja stjórn í Seðlabankann og tilbúin í Evrópusamandið strax. Hún hefur líklega náð sér í nokkur atkvæði þarna.
Seðlabankastjórnin sættir sig líklega við stjórnartauma IMF skárra væri það nú.
Áróður VG um að kröfur IMF yrðu örugglega brútal og óásættanlegar voru ekki á rökum reistar.
![]() |
Óska formlega eftir aðstoð IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 16:54
Umburðarlyndi.
Umburðarlyndi okkar Íslendnga er alveg með eindæmum.
Ráðamenn og forystumenn komast bókstaflega upp með allt og ganga hér um eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir að skjalfest sé og marg rannsakað af virtum prófessorum hérlendum og útlendum að hver vitleysan og klaufaskapurinn reki aðra í stjórn og rekstri þessa lands (og banka).
Ráðamenn hrósa sér af dugnaði sínum, úrræðum og kraftaverkum sem eru alveg að koma í ljós og eru rétt handan við hornið.
Upplýst var í hádegisfréttum Stövar2 að enn ein skýrslan hefði verið gerð þar sem rannsókn leiddi í ljós og fullyrt var að vanda okkar Íslendinga hefði mátt afstýra að stórum hluta með aðild að Evrópusambandinu og Evrunni. Það var vitað að krónan okkar væri alltof lítill gjaldmiðill fyrir stærð bankanna.
Var siðferðilega rétt af ráðamönnum að fela þessar uppýsingar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 19:22
Skyldu seðlabankastjórar vita af þessu?
Það heyrðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 að seðlabankastjórinn hringdi í eigin persónu í forstjóra N1 til að tilkynna honum að hann fengi gjaldeyri.
Þetta var ekki staðfest af forstjóra N1 en ef að satt er þá er hér á ferðinni meiri háttar spillingarmál þar sem stjórnarformaður N1 er Bjarni Benediktsson náfrændi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem er eins og allir vita aðal stuðningsmaður seðlabankastjóra.
Hvað er eiginlega í gangi í íslensku samfélagi?
![]() |
Ekki persónugera viðfangsefnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |