8.6.2009 | 20:37
Áfram Steingrímur!
Undirrituð hefur fram að þessu ekki verið stuðningsmaður Steingríms J. en í kvöld breyttist þetta viðhorf þegar ég hlustaði á viðræður hans við hinn nýja formann Framsóknarflokksins. Þarna var sleginn nýr tónn í íslenska stjórnmálaumræðu sem byggðist á frekju og yfirgangi þess unga manns sem sennilega hefur með þessu eyðilagt sinn stutta stjórnmálaferil. Við Íslendingar þurfum núna á allt öðru að halda en pólítískum vanstilltum æsingamönnum.
Það vita allir að við Íslendingar eigum í mjög miklum erfiðleikum og eigum ekki marga góða kosti það er því ekki drengilegt við þessar aðstæður að æsa upp í þjóðfélaginu óánægju og hatur á þeim sem leggja sig alla fram um að vinna okkur gagn. Við verðum að vona að svona spjátrungar takist ekki sitt lítilssilgda ætlunarverk að reyna að æsa upp fólk sem á í erfiðleikum.Blekkingar, heimska og hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þér er jú víst ætlað að vera góð við þá sem minna mega sín í starfi þínu, en að verja þennan málstað... greyið þú.
Freyr (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:12
Þegar "neyðarlögin" voru sett í október 2008 af þáverandi stjórnvöldum var bókfest að !innistæður" íslendinga" væru tryggðar...umfram innistæður Hollendinga og innistæður Breta!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.