24.8.2009 | 22:18
Minn maður.
Dáist að því hvað Guðbjartur Hannesson er alltaf rólegur og trúverðugur sem formaður í Fjárveitinganefnd. Þar er sannarlega réttur maður á réttum stað. IceSave málið er af öllum álitið erfiðasta málið sem Alþingi hefur nokkru sinni fengist við.
Sjálfsagt hefði hann fyrir löngu getað tekið málið úr nefndinni og látið kjósa um það á Alþingi en dugnaður hans og eljusemi hefur miðast við að ná fram málamiðlun sem allir þingmenn gætu samþykkt.
Þetta er aðdáunarvert og á hann miklar þakkir skildar.
![]() |
Funda um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2009 | 12:48
Framsókn bregst.
Því hefur oft verið haldið fram bæði í gamni og alvöru að allir Íslendingar væru Framsóknarmenn inn við beinið. Ástæðan er sú að ótrúlega margir Íslendingar eiga ættir sínar að rekja út á landsbyggðina. Má þar nefna að fyrir 100 árum bjuggu 7 þús manns í Reykjavík en 3 þús t.d. á Ísafirði.
Vegna þessa uppruna hefur Framsóknarflokurinn löngum verið talsmaður landsbyggðarinnar og ekki síður hefur Framsóknarflokkurinn fram til þessa verið talsmaður almennrar skynsemi hins venjulega Íslendings sem vill hvorki öfgar til hægri né vinstri.
Nú er allt breytt. Núverandi forysta flokksins hefur breytt honum í öfgaflokk sem sér skrattann í hverju horni með tilheyrandi vanmáttarkennd. Nýjasta afrek þessarar öfgafullu forystu er að hafna þjóðarsamstöðu sem var að nást um afgreiðslu IceSavesamningsins á Íslandi og er það daprara en orð fá lýst.
Sárt er að sjá svona gamlan og góðan flokk verða öfgum og vanmáttarkennd að bráð.
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 21:02
Ögmundur leitar sátta.
Að mörgu leyti var ánægjulegt að hlusta á Ögmund í Kastljósinu í kvöld um IceSave samninginn. Megin áhersla Ögmundur er sú að við sem þjóð stöndum við okkar skuldbindingar í þessum efnum.
Á hinn bóginn vill hann hafa ákveðna fyrirvara vegna þeirrar óvissu sem óhjákvæmlega fylgir ákvörðunum langt inn í framtíðina.
Auðvitað er óvissan aðal vandamálið við IceSave samninginn. Reiknað hefur verið út af ábyrgum aðilum að við getum auðveldlega staðið við þetta samkomulag að gefnum varkárum forsendum um hvað komi út úr eignum Landsbankans og einnig m.t.t. væntanlegs hagvaxtar í landinu í framtíðinni.
Þar erum við að tala um þróun efnahagsmála bæði hér og erlendis á næstu 14 árum. Því er nauðsynlegt að setja ákveðna fyrirvara í samninginn um það að málið verði endurskoðað ef allar forsendur skyldu breytast okkur i óhag.
Virðingarvert er hjá Ögmundi að reyna að leita sátta við alla þingmenn á þessum nótum þó efast megi um að það takist miðað við þær umræður sem hafa átt sér stað að undanförnu.
![]() |
Icesave líklega úr nefnd fyrir vikulok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 19:39
Er Steingrímur J. búinn að missa tökin í sínum eigin flokki.
Margir voru ánægðir með Steingrím J. í Kastljósinu um daginn og var undirrituð þar á meðal. Þar talaði hann af miklum sannfæringarkrafti og lagði til að að settir væru fyrirvarar í IceSave samninginn án þess þó að fella hann. Nú er að koma betur og betur í ljós að hann hefur alls ekki getað sannfært sína eigin flokksmenn.
Nú koma þingmenn VG hver á fætur öðrum með sína prívat fyrirvara og má segja að VG séu núna a.m.k. fimm þingflokkar sem hafa hver um sig sína eigin stefnu í málinu.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þessa uppákomu. Ríkisstjórn hver svo sem hún er verður einfaldlega að hafa þingmeirihluta til að geta náð fram málum. Því miður virðast þingmenn VG ekki vera með á nótunum í þessum efnum. Heldur kappkosta þeir hver um sig að marka sérstöðu sína.
Nú er því miður að koma í ljós að mjög erfitt eða ómögulegt er að vinna með VG í ríkisstjórn.
Að óbeyttu neyðist Jóhanna Sigurðardóttir til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga því svona uppákomur geta ekki staðið nema í mög stuttan tíma. Þannig virðast reynslulitlir þingmenn VG hafa látið stjórnarandstöðuna plata sig til þess að fella ríkistjórn félagshyggjuaflanna sem átti að standa um langa framtíð samkvæmt óskhyggju Steingríms.
![]() |
Skoðanir enn skiptar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 09:37
Steingrímur skýrði þetta vel í Kastljósinu í gær.
Seint verður undirrituð sökuð um að styðja Vinstri Græna en þó verð ég að segja að mér fannst Steingrímur skýra vel út í kvöld í Kastljósviðtalinu um hvað þetta Icesave mál snýst um í raun og veru. Ótrúlegur misskilningur virðist vera í gangi.
Í stuttu máli fjallar Icesave samningurinn um það að Landsbanki íslands opnaði útibú í Bretlandi og Hollandi og safnaði innistæðum einstaklinga og margskonar félagasamtaka.
Við hrun Landsbankans, eins og við munum, voru allar innistæður Íslendinga í Landsbankanum tryggðar 100%. Þar sem Landsbankinn var með útibú í Bretlandi og Hollandi á það sama að gilda.
Ákveðið var að bæta öllum einstaklingum innistæður sem þeir töpuðu við hrunið en hins vegar fengu félagasamtök ekki neitt. Þar af kom í hlut okkar Íslendinga að bæta þessum einstaklingum tap allt að 20 þúsund evrum á mann að hámarki en þeir sem áttu innistæður umfram það fengu það bætt frá Bretum og Hollendingum.
Samið var um þessi mál í haust og ákveðið að fara svokallaða samningaleið en fara ekki með málið fyrir dómstóla. Þetta samþykkti þáverandi ríkisstjórn og því er allt tal núna um svokalla dómstólaleið út í hött.
Kjarni málsins er sá að Landsbankinn var ekki búinn að breyta útibúum sínum í dótturfélög þegar hrunið varð og því hljóta allir sanngjarnir menn að sjá að einstaklingar í Bretlandi og Hollandi eiga siðferðilega sama rétt og Íslendingar sem lögðu sína peninga inn í Landsbankann hér á landi.
Um allan heim er viðurkennt að við bankahrun skuli innistæður einstaklinga vera varðveittar. Ef við viljum vera sanngjörn er þá eðlilegt að ætlast til þess að Bretar og Hollendingar borgi innistæður sem útibú Landsbankans bar ábyrgð á.
Ég er ekki þar með að segja að samningurinn sé gallalaus og því síður að ég haldi eitthvað sérstaklega með Bretum og Hollendingum en mér finnst lágmark að við viðurkennum um hvað þetta mál snýst í grundvallaratriðum.
![]() |
„Það er búið að semja!“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 22:12
Steingrímur magnaður.
Seint verður undirrituð sökuð um að styðja Vinstri Græna en þó verð ég að segja að mér fannst Steingrímur skýra vel út í kvöld í Kastljósviðtalinu um hvað þetta Icesave mál snýst um í raun og veru. Ótrúlegur misskilningur virðist vera í gangi.
Í stuttu máli fjallar Icesave samningurinn um það að Landsbanki íslands opnaði útibú í Bretlandi og Hollandi og safnaði innistæðum einstaklinga og margskonar félagasamtaka.
Við hrun Landsbankans, eins og við munum, voru allar innistæður Íslendinga í Landsbankanum tryggðar 100%. Þar sem Landsbankinn var með útibú í Bretlandi og Hollandi á það sama að gilda.
Ákveðið var að bæta öllum einstaklingum innistæður sem þeir töpuðu við hrunið en hins vegar fengu félagasamtök ekki neitt. Þar af kom í hlut okkar Íslendinga að bæta þessum einstaklingum tap allt að 20 þúsund evrum á mann að hámarki en þeir sem áttu innistæður umfram það fengu það bætt frá Bretum og Hollendingum.
Samið var um þessi mál í haust og ákveðið að fara svokallaða samningaleið en fara ekki með málið fyrir dómstóla. Þetta samþykkti þáverandi ríkisstjórn og því er allt tal núna um svokalla dómstólaleið út í hött.
Kjarni málsins er sá að Landsbankinn var ekki búinn að breyta útibúum sínum í dótturfélög þegar hrunið varð og því hljóta allir sanngjarnir menn að sjá að einstaklingar í Bretlandi og Hollandi eiga siðferðilega sama rétt og Íslendingar sem lögðu sína peninga inn í Landsbankann hér á landi.
Um allan heim er viðurkennt að við bankahrun skuli innistæður einstaklinga vera varðveittar. Ef við viljum vera sanngjörn er þá eðlilegt að ætlast til þess að Bretar og Hollendingar borgi innistæður sem útibú Landsbankans bar ábyrgð á.
Ég er ekki þar með að segja að samningurinn sé gallalaus og því síður að ég haldi eitthvað sérstaklega með Bretum og Hollendingum en mér finnst lágmark að við viðurkennum um hvað þetta mál snýst í grundvallaratriðum.
![]() |
Svigrúm til að setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 21:44
Staðan í Icesavemálinu er óbreytt.
Eftir álit Hagfræðistofnunar Háskólans er ljóst að staðfest er í stórum dráttum álit Seðlabankans þó bent sé á fleiri möguleika.
Alveg er ljóst að við getum staðið við Icesave skuldbindingarnar. Hagfræðistofnun bendir á að aukin skuldabyrði geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt en segja jafnframt að koma megi í veg fyrir það að stórum hluta með lengingum lána og endurfjármögnun.
Hagfræðistofnun bendir einnig á hættuna á því að það bresti á fólksflótti frá landinu sem myndi þá gera skuldirnar erfiðari fyrir þá sem eftir sitja en segir jafnframt að reynslan sýni að hagsveiflur hafi yfirleitt ekki áhrif á fólksflutninga.
Þá segir Hagfræðistofnun að spá Seðlabankans um hagvöxt sé of lág til skamms tíma en of há til lengri tíma. En spáir því jafnframt að raungengi krónunnar verði hærri en Seðlabankinn segir.
Hagfræðistofnun leggur ekki mat á það sem muni gerast ef Alþingi staðfestir ekki ríkisábyrgðina.
Ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu, en þeim fjölgar stöðugt, telja að við verðum að samþykkja Icesave ef við ætlum að öðlast sess í samfélagi þjóðanna sem þjóð sem stendur við sínar skuldbindingar. Hinir sem eru á móti skila auðu þegar spurt er hvað tekur við ef samningurinn verður felldur. Ekki geta það talist ábyrgir aðilar sem haga sér þannig.
![]() |
Mesta hættan fólksflótti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 10:38
Áróður og staðreyndir um Icesave málið.
Undirrituð verður sífellt meira undrandi á furðulegum umræðum sem eru hér á netinu um Icesave málið. Gott dæmi um það er að 15. júlí s.l. gaf Seðlabanki Íslands út það sérfræðiálit að við Íslendingar gætum auðveldlega staðið við Icesave samkomulagið.Í þessu sambandi má nefna að í Seðlabankanum vinna fleiri tugir sérfræðinga sem hafa þann aðalstarfa að fjalla um peningamál og gera áætlanir um þróun efnahagsmála. Þetta passar náttúrulega ekki inn í áróðurinn og því sagt vera eintóm vitleysa.
Nú kemur fram á sjónarsviðið Eva Joly hinn ágæti norsk-franski rannsakandi og segir að skuldirnar séu allt of háar. Þetta passar vel í áróðurinn og nær allir bloggarar sammála um að þetta sé alveg hárrétt.
Einnig má í þessu sambandi nefna inDefence hópinn sem er á móti Icesave samningnum af því að það eigi að fara hina svokölluðu dómstólaleið. Bíðum aðeins við, hvað eiga menn við með þessu? Það var ákveðið í október s.l. milli þjóðanna þriggja að fara ekki dómstólaleiðina heldur skyldi fara samningaleiðina. Hvað þýðingu hefur það þá nú að koma fram og segja við erum algjörlega á móti Icesave samningnum vegna þess að það átti að fara dómstólaleiðina. Bull bull bull.
Þá var því haldið mjög stíft fram að lánakjörin væru slæm. Svo kemur í ljós við nánari athugun að lánakjörin eru með þeim bestu sem þekkjast.
Alvarlegast af öllu er þó sá áróður að það sé hægt að fá betri samning með því að fella Icesave samninginn núna. Auðvitað er alls engin rök fyrir þessari skoðun. Þvert á móti eru miklar líkur til þess að höfnun á samningnum myndi stórskaða okkur sem þjóð sem gæti þýtt enn meira atvinnuleysi, fólksflótta og lífskjaraskerðingu.
Kominn er tími til að menn átti sig á því að þetta er ekki lengur neinn blogg leikur heldur eru menn með þessum heimskulega áróðri hugsanlega að stórskaða möguleika Íslands í framtíðinni.
Allir vita að ástæða þessa áróðurs er löngunin til þess að koma ríkisstjórninni frá völdum.
Hversu dýru verði á þjóðin að kaupa það?
2.8.2009 | 21:29
Áróður og staðreyndir um Icesave málið.
Undirrituð verður sífellt meira undrandi á furðulegum umræðum sem eru hér á netinu um Icesave málið. Gott dæmi um það er að 15. júlí s.l. gaf Seðlabanki Íslands út það sérfræðiálit að við Íslendingar gætum auðveldlega staðið við Icesave samkomulagið.Í þessu sambandi má nefna að í Seðlabankanum vinna fleiri tugir sérfræðinga sem hafa þann aðalstarfa að fjalla um peningamál og gera áætlanir um þróun efnahagsmála. Þetta passar náttúrulega ekki inn í áróðurinn og því sagt vera eintóm vitleysa.
Nú kemur fram á sjónarsviðið Eva Joly hinn ágæti norsk-franski rannsakandi og segir að skuldirnar séu allt of háar. Þetta passar vel í áróðurinn og nær allir bloggarar sammála um að þetta sé alveg hárrétt.
Einnig má í þessu sambandi nefna inDefence hópinn sem er á móti Icesave samningnum af því að það eigi að fara hina svokölluðu dómstólaleið. Bíðum aðeins við, hvað eiga menn við með þessu? Það var ákveðið í október s.l. milli þjóðanna þriggja að fara ekki dómstólaleiðina heldur skyldi fara samningaleiðina. Hvað þýðingu hefur það þá nú að koma fram og segja við erum algjörlega á móti Icesave samningnum vegna þess að það átti að fara dómstólaleiðina. Bull bull bull.
Þá var því haldið mjög stíft fram að lánakjörin væru slæm. Svo kemur í ljós við nánari athugun að lánakjörin eru með þeim bestu sem þekkjast.
Alvarlegast af öllu er þó sá áróður að það sé hægt að fá betri samning með því að fella Icesave samninginn núna. Auðvitað er alls engin rök fyrir þessari skoðun. Þvert á móti eru miklar líkur til þess að höfnun á samningnum myndi stórskaða okkur sem þjóð sem gæti þýtt enn meira atvinnuleysi, fólksflótta og lífskjaraskerðingu.
Kominn er tími til að menn átti sig á því að þetta er ekki lengur neinn blogg leikur heldur eru menn með þessum heimskulega áróðri hugsanlega að stórskaða möguleika Íslands í framtíðinni.
Allir vita að ástæða þessa áróðurs er löngunin til þess að koma ríkisstjórninni frá völdum.
Hversu dýru verði á þjóðin að kaupa það?
![]() |
Hrannar sendir Joly tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 13:05
Eva Joly á villigötum.
Eva Joly er þekkt af rannsóknum sínum á fjársvikamálum. Það er hennar verksvið og væntum við góðs af því. Hins vegar er hún komin á villigötur þegar hún fer út fyrir verksvið sitt og fer að ræða skuldamál Íslendinga yfir höfuð. Það bætir ekki okkar stöðu að Eva Joly sé að væla fyrir okkar hönd út um allan heim.
Seðlabanki Íslands gaf út það sérfræðiálit 15. júlí s.l. að við Íslendingar gætum auðveldlega staðið við Icesave samkomulagið. Einnig hefur komið fram að lánakjör af þessu láni er með því hagstæðasta sem gerist.
Þar sem fjármálakreppan er á undanhaldi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu má telja víst að þetta varfærna mat Seðlabankans um að 75% af eignum Landsbankans muni endurheimtast standist örugglega.
Til þess að Ísland öðlist viðeigandi sess meðal Evrópuþjóða verðum við því að staðfesta Icesave samninginn án unddanbragða.
Ef við samþykkjum hann ekki og höldum áfram að væla í anda Evu Joly mun það þýða annað bankahrun og óendanlega erfiðleika og lífskjaraskerðingu fyrir íslenska þjóð.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |