12.10.2008 | 21:10
,,Að hengja bakara fyrir smið"
Jón Ásgeir kom í þáttinn til Egils Helgasonar í dag og mátti hafa sig allan við að komast að hjá æstum Agli.
Egill var uppfullur af upplýsingum frá Ragnar Önundarsyni um bankadóminóið samt hvarflaði það að manni við æsingakenndar spurningar Egils til Jóns Ásgeirs að þarna væri Egill að reyna að hengja bakara fyrir smið.
Afhverju talaði Egill ekki við alvöru útrásavíkinga bankana þ.e stjórnarmenn sem hafa í mörg ár verið stjórnarmenn í Landsbankanum og Glitni eins og t.d. Kjartan Gunnarsson og bankastjóra Landsbankans sem tóku þessar djörfu ákvörðun um innlánsreikinga í Bretlandi og Hollandi sem hafa endað með ósköpum til stór tjóns fyrir þjóðina.
Þetta síðasta viðtal Egils vekur upp spurningar hvort hann sé hæfur þáttastjórnandi. Það er gott og blessað að vera með skeleggar og hvassar spurningar en spyrjandi umræðuþátta á aldrei að fara út í æsingakennd ræðuhöld og taka orðið af viðmælanda sínum
20.9.2008 | 20:05
Heilbrigðisstarfsmenn rjúfa þjóðarsátt.
Eins og allir vita gerði ASÍ samninga við Samtök Atvinnurekenda sem gengu út á það að allir fengju sömu krónutöluhækkun. Það hefur þau áhrif að hinir launalægstu fá hlutfallslega mestu launahækkunina.
Þetta var gert m.a vegna þess að erfiðlega horfir í þjóðarbúskapnum eins og allir vita og segja má að myndast hafi þjóðarsátt um þessa stefnu.
Í framhaldi af því voru gerðir samskonar samningar við alla opinbera starfsmenn. Þessir samningar eru í stuttan tíma eða til eins árs og er ákveðið að skoða málin aftur að ári liðnu.
Þá vill svo til að heilbrigðisstarfsmenn einir allra launþega segja ,,nei þetta kemur okkur ekki við, við tökum ekki þátt í þessari þjóðarsátt".
Fyrst fóru hjúkrunarfræðingar af stað og fengu kauphækkun langt umfram það sem aðrir höfðu fengið. Næst komu ljósmæðurnar og hefur verið upplýst að þeirra launahækkun væri yfir 20% þegar aðrir launþegar fengu 5%. Nú eru unglæknarnir komnir af stað og segja að ljósmæðurnar hafi hærra kaup en þeir hafa. Viðbúið er að þegar búið er að hækka unglæknana þá fara hjúkrunarfræðingarnir aftur af stað svo ljósmæðurnar og síðan koll af kolli.
Vandséð er hvaða málsbætur þessir starfshópar hafa þegar þeir rjúfa þjóðarsátt eins og hér hefur verið lýst.
7.9.2008 | 15:25
Yfirburðamaður í Silfri Egils.
Afar athyglisvert var að hlusta á viðtal við hinn aldna hagfræðing Jónas Haralz í Silfri Egils í dag.
Loksins fékk þjóðin að heyra viðtal við alvöru hagfræðing með skýra hugsun. Hann lýsti því að gjaldeyriskerfi landsins sem er undirstaða heilbrigðs efnahagslíf er einfaldlega ónothæft. Það er útilokað fyrir örþjóð að halda úti myntkerfi einir á báti eins og greinilega hefur komið í ljós með alveg ótrúlegu gengishrapi á undanförnum mánuðum. Því til staðfestingar má nefna að gengi krónunnar gagnvart dollar hefur fallið um 45% á örfáum mánuðum.
Eins og fram kom í viðtalinu við Jónas þá höfum við Íslendingar þar að auki gert allt vitlaust í stjórn efnahagsmála á undanförnum árum og ekki hugsað um nauðsynlegt samræmi.
Á sama tíma og við fórum af stað með mestu virkjunarframkvæmd sögunnar fóru bankarnir í mestu útlánaaukningu síðustu áratuga og samtímis þess var Seðlabankinn að basla við að draga úr umsvifum í þjóðfélaginu og lækka verðbólgu með því að hækka stýrivexti, auðvitað án nokkurs árangurs.
Þá kom einnig fram í viðtalinu að Efnahagsstofnun og síðar Þjóðhagsstofnun var hugsuð til þess að ná fram þessu bráðnauðsynlega samræmi í efnahagsmálum. En hvað gerðist? Davíð mislíkaði einn daginn skoðanir Þjóðhagsstofnunnar á stjórn efnahagsmála og lagði þessa mikilvægu stofnun niður með einu pennastriki. Þar með varð fjandinn endanlega laus í stjórn efnahagsmála. Nú gátu stjórnmálamenn tekið rangar ákvarðanir í efnahagsmálum sem stangast hver á aðra eins og hér að framan var rakið án þess að nokkur fagleg óháð gagnrýni kæmi þar að. Niðurstöðuna þekkum við.
Það er grátbroslegt í þessu sambandi að sá maður sem lagði niður Þjóðhagsstofnun og eyðilagði efnahagsstjórn landsins skuli nú sitja sem æðsti prestur í Seðlabankanum. Ætlar þessi vitleysa engan enda að taka.
29.6.2008 | 14:51
Af gefnu tilefni.
Sú rökvilla er áberandi í samfélaginu í dag að menn tala um ESB aðild eins og þeir gerðu fyrir 10 árum og láta eins og tíminn hafi staðið í stað. Rökvillan fellst í því að nú eru allt aðrir tímar og þá gilda einnig allt önnur rök. Nú eru Íslendingar komnir í mikla útrás og alþjóðleg viðskipti sem þeir voru ekki í áður og þá reynir miklu meira á tiltrú annarra á gjaldmiðlinum.
Málið er því miður að tiltrú á íslensku krónunni erlendis fer stöðugt minnkandi og engin spáir því að það muni breytast til batnaðar í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta er minnsti gjaldmiðil í heimi og nær einfaldlelga ekki tiltrú í alþjóðlegum viðskiptum. Þetta er kjarni málsins og skiptir þá engu máli hvaða álit menn hafa að öðru leiti á aðild okkar að Evrópusambandinu.
Það er auðvelt að finna rök á móti aðild að ESB en þau skipta einfaldlega ekki máli lengur. Þar sem við höfum ekkert val þar sem gjaldmiðill okkar er ónýtur. Þetta er hinn kaldi sannleikur í þessu máli, því miður.
29.6.2008 | 11:21
Geir og Evrópusambandið.
Spurning dagsins hlýtur að vera sú, hvað er Geir að hugsa? Hver forkólfur avinnulífsins á fætur öðrum gengur nú fram fyrir skjöldu og bendir á þá augljósu staðreynd að gjaldmiðillinn okkar, krónan, er ónýt í viðskiptum okkar við umheiminn.
Allir sjá að eina leiðin út úr þessum ógöngum er að fara í myntbandalag Evrópulanda sem aftur þýðir að við verðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Þetta er orðið eins augljóst og að nótt fylgir degi. Hvað ætlar Geir að halda áfram lengi með sína þráhyggju sem jafnframt er þráhyggja flokkseigandafélags Sjálfstæðisflokksins þ.e. að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili.
Sjálfstæðismenn almennt styðja ekki Geir lengur hvað þetta varðar. Helstu stuðningsmenn hans eru nú orðnir Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson.
Sjálfstæðisflokkurinn er að hríðfalla í skoðanakönnunum vegna þessara þráhyggju en það virðist ekki heldur skipta neinu máli. Því er eðlilegt að spurt sé, hvað er eiginlega í gangi Geir?
22.5.2008 | 09:37
Hamingjusöm eða ekki?
Ef til vill erum við Íslendingar ekki svona hamingjusöm og friðsöm eins og kemur fram í könnunum. A.m.k kosti ekki allir. Þær eru alla vega háværar raddirnar og jafnvel reiðilegar stundum hjá löndum mínum sem veigra sér við því að taka á móti fátækum útlendingum, konum og börnum sem hingað til hafa bara tjald til að búa í, enga heilsugæslu engan skóla og bara ekki neitt. Ekki mikil gleði í þessum röddum finnst mér.
Menningin blómstrar alla vega hér á landi svo mikið er víst þó ekki allir slái í gegn útí heimi eins og hún Björk okkar en sjáiði bara Garðar Cortes yngri tenorinn okkar, kannski á hann eftir að slá í gegn út í heimi og hann er meira að segja útlenskur í aðra ættina.
![]() |
Ættu allir að flytja til Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 17:54
Sönn list?
![]() |
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 08:16
Geir og Evrópusambandið
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja 70% Íslendinga hefja undirbúning að inngöngu í Evrópusambandið.
Fyrir þessari skoðun er meirihluti í öllum flokkum nema Frjálslynda. Á sama tíma og þessi skoðanakönnun var gerð og birt var Geir Haarde á ferð um Evrópu til að hitta alla helstu framármenn Evrópusambandsins.
Eftir að hann kom heim upplýsti hann í fjölmiðlum að hann hefði aldrei minnst einu orði á hugsanlega aðild að inngöngu í Evrópusambandið. Þannig hunsar Geir Haarde forsætisráðherra vilja íslensku þjóðarinnar. Sá forsætisráðherra sem hunsar vilja þjóðar sinnar á að segja af sér.
14.4.2008 | 10:56
Þorvaldur Gylfason maður dagsins.
Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og prófessor var maður dagsins í gær í Silfri Egils. Hann talaði tæpitungulaust um ástandið í efnahagsmálum Íslands. Sagði að efnahagsstjórn fyrrverandi ríkisstjórnar hefði verið röng og að hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar hagfræðinga.
Hann sagði að Seðlabankastjórnin ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér ekki seinna en í dag til að ekki þyrfti að breyta lögum til að koma henni frá. Hann sagði líka að mikil spilling hefði verið hér hjá ráðamönnum við einkavæðingu bankanna og að stjórnmálamenn og vinir þeirra hefðu hagnast á gjörningnum. Það væri lyginni líkast sagði hann ef skattborgarar þyrfti svo að koma inn bönkunum til bjargar eftir allt saman.
Punkturinn yfir iið var sú skoðun hans að ríkisstjórnin ætti að sækja um aðild í ESB fyrir hádegi í dag og. Vona að hún sé búinn að því. Lokaorðin hans voru ,,ballið er búið". Skemmtilegur maður Þorvaldur Gylfason. Verst að málefnið skyldi vera svona sorglegt.
![]() |
Auðurinn kemur að utan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 08:15
Baráttukona.
Einn þeirra sem hringdi vakti athygli mína mest. Hann var ekki svo upptekinn af leiguþotumálinu heldur var hann meira pirraður af gagnsleysi ríkisstjórnarinnar til allra hluta og sagði eitthvað á þá leið að þess vegna gæti ríkisstjórnin verið í útlöndum alla daga. Þegar hann sagði þetta hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki alveg rétt hjá honum. Ýmislegt smálegt hefur þó þessi ríkisstjórn gert betur en sú fyrri. Til dæmis fá nú öryrkjar bætur frá TR óháð tekjum maka. Eitthvað voru réttarbætur langveikra barna lagaðar og nú síðast fréttist að búið er að hækka húsaleigubætur.
Sannarlega var komin tími til að eitthvað væri gert fyrir þá verst settu í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir fagurgala á liðnum árum hefur lítið verið framkvæmt þar til nú. Þetta er auðvitað verk ríkisstjórnarinnar allrar en ég tel samt að á engan sé hallað þó Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra sé þakkað þetta. Þó margir vilji vel í orði kveðnu þá virðast ekki margir vera tilbúnir til að berjast fyrir þá verst settu á sama hátt og Jóhanna gerir. Hún er baráttukona.