Smámálin.

Alveg er það makalaust hvað fólk nennir að setja út á það að þau Geir og Ingibjörg skuli hafi skellt sér með einkaleiguflugi yfir hafið.  Þetta er nú bara einu sinni nýi tíminn. Áttu þau frekar að kúldrast i óreiðunni þarna í London upp á von og óvon að komast alla leið til Búkarest á réttum tíma.  Ég hefði örugglega gert þetta sama og notið þess.  Voðalega er fólk eitthvað gamaldags.  Ég er nú ekki alltaf sammála forgangsröðun Geirs og hans fylgismönnum í Sjálfstæðisflokknum en fyrr má nú rota en dauðrota.
mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli.

Þau miklu mótmæli sem eru nú gegn háu eldsneytisverði eru á margan hátt furðuleg svo ekki sé meira sagt. Auðvitað eru allir á móti háu bensín og olíuverði. Er við ríkið að sakast í þeim efnum þegar allir vita sem vilja vita að meginástæðan er stórhækkað verð eldsneytis á heimsmarkaði. Gefið er í skyn að ríkið græði mikið á þessu sem ekki er rétt nema að litlu leyti. Bensíngjald og olíugjald sem ríkið tekur til sín er föst krónutala á líter þannig að hækkað verð skiptir þar ekki máli. Ríkið fær að vísu fleiri krónur í virðisaukaskatt en atvinnubílstjórar taka ekki á sig þann skatt heldur dregst hann frá með innskatti. Er eðlilegt að ríkið fari að niðurgreiða eldsneytisverð? Hver á að borga það? Auðvitað fólkið í landinu sem flestir eru bíleigendir með hærri sköttum. Er ekki svarið sparneytnari bílar. Eldsneytisverð fer ekki lækkandi í framtíðinni. Verðum við ekki einfaldlega að horfast í augu við það.?
mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla breyttum heimi.

Þau miklu mótmæli sem eru nú gegn háu eldsneytisverði eru á margan hátt furðuleg svo ekki sé meira sagt. Auðvitað eru allir á móti háu bensín og olíuverði. Er við ríkið að sakast í þeim efnum þegar allir vita sem vilja vita að meginástæðan er stórhækkað verð eldsneytis á heimsmarkaði. Gefið er í skyn að ríkið græði mikið á þessu sem ekki er rétt nema að litlu leyti. Bensíngjald og olíugjald sem ríkið tekur til sín er föst krónutala á líter þannig að hækkað verð skiptir þar ekki máli. Ríkið fær að vísu fleiri krónur í virðisaukaskatt en atvinnubílstjórar taka ekki á sig þann skatt heldur dregst hann frá með innskatti. Er eðlilegt að ríkið fari að niðurgreiða eldsneytisverð? Hver á að borga það? Auðvitað fólkið í landinu sem flestir eru bíleigendir með hærri sköttum. Er ekki svarið sparneytnari bílar. Eldsneytisverð fer ekki lækkandi í framtíðinni. Verðum við ekki einfaldlega að horfast í augu við það.?

Bitnar á saklausum.

Skil að það þarf að mótmæla en lenda mótmælin ekki bara á saklausu fólki? Stjórnvöldin, forsætisráðherrann finnur ekkert fyrir þessu. Hann keyrir ekki umrædd gatnamót.  Ég er hrædd um að vopnin snúist í höndunum á mótmælendum.
mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað.

Vitið ekki meira en guð gaf hjá Seðlabankastjóra. Verðbólgan komin í 2ja stafa tölu. Seðlabankinn á Villigötum.
mbl.is Mesta verðbólga í 6 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki á villigötum.

Hef verið að hlusta á umræður nú síðustu daga um efnahagsmálin og vextina.  Mjög ólíkar skoðanir hafa komið fram sem er afar einkennilegt.  Auðvitað ætti að liggja ljóst fyrir hvaða áhrif vaxtahækkun hefur í þjóðélaginu.

Mín skoðun er sú að Vilhjálmur hjá Vinnuveitendasambandinu hafi rétt fyrir sér en hann talar fyrir lækkun vaxta en Seðlabankinn og Davíð rangt fyrir sér.  Síðan éta menn hver á eftir annan upp vitleysuna í Seðlabankanum og halda það að með því að tönglast á því sínkt og heilagt að hækkun vaxta dragi úr verðbólgu að þá verði þessi ranga fullyrðing sönn. 

Sagan sýnir að hér á Íslandi hefur vaxtahækkun aldrei dregið úr verðbólgu.  Þvert á móti hefur hækkun vaxta alltaf stuðlað að hærri verðbólgu.   Að halda það að hækkun vaxta dragi úr verðbólgu er álíka gáfulegt og að segja að hækkun strætisvagnafargjalda dragi almennt úr ferðalögum. 

Þar að auki veldur þetta háa vaxtastig því að spákaupmenn  um allan heim kaupa jöklabréf og stuðla að fölsku gengi krónunnar við sölu á þessum bréfum hrynur gengi krónunnar og mun það gerast fyrr en síðar.  Lækkum því vextina strax það mun ekkert neikvætt gerast heldur munum við þá fyrst vera eins og aðrar þjóðir.  Látið ekki hræðsluáróður bölsýnismannanna villa ykkur sýn.


Íslendingar eða útlendingar.

Ég hlusta ótrúlega lítið á útvarp. Allt of lítið því ég held að það sé svo margt skemmtilegt þar að hlusta á. Ég ætla örugglega að hlusta meira á útvarp seinna þegar ég má vera að því, alveg eins og ég ætla líka að taka þátt í leshringnum hennar Mörtu Smörtu seinna þegar ég má vera að því.

Núna ætla ég að gefa mér tíma til að deila með ykkur því sem oft vekur athygli mína og undrun en það er að þær fáu stundir sem ég hlusta þó á útvarp, sem er aðallega í bílnum á leið minni til og frá vinnu er að þar er ótrúlega oft talað um útlendinga og oftar en ekki um einhverskonar vandræði sem þeim eru tengd eða réttara sagt ímynduð vandræði þeim tengd.

Þess má geta að það er helst Bylgjan sem ég hlusta á þ.e. morgunþátturinn milli kl. 8 og 9 og svo síðdegisþátturinn einhvern tímann milli kl. 16 og 18 þar hafa mjög oft verið smá skot um málefni útlendinga og finnst mér sem þáttarstjórnandinn beini umræðum gjarnan á þá braut.

Í gær var ég t.d. í makindum að hlusta á uppáhaldsfréttamanninn minn Gissur Sigurðsson, hann endaði fréttir sínar á því að nefna að í Danmörku væri búið að segja upp leikskólakennara á leikskóla því hún væri gift einum teiknaranna sem teiknaði skopmynd af Múhameð og birt var í Jyllands Posten þá hrekk ég upp við það að dagskrárstjórnandinn æstist allur upp, hækkaði róminn og sagði eitthvað á þá leið að þetta næði bara ekki nokkurri átt og þetta yrði að stöðva strax.   Maðurinn virkaði svo áberandi reiður og öfgafullur að Gissur byrjaði strax að draga úr ,róa umræðuna og sagðist ekki vita til þess að neinum hefði verið hótað.  Þarna var á mjög ófaglegan hátt gengið strax út frá því, að því er virtist að öfgatrúarhópur væri farinn að stjórna og ráða yfir leikskólum í Danmörku og það yrði að stöðva ekki seinna en núna.

Mér fannst ég upplifa þarna í hnotskurn hvernig fordómar og æsingaskoðanir mótast. Fjölmiðlamenn geta haft  hafa gífurleg áhrif og bera mikla ábyrgð.

í fréttatímanum stuttu seinna kom svo fram að leikskólakennarinn væri byrjaður að vinna aftur á leikskólanum og að ekkert benti til að hann væri í neinni hættu engar hótanir ekki neitt. 

Aðallega ætlaði  ég nú bara að segja , mín skoðun er sú að það er ,,púkó" og smáborgaralegt að ræða mannlegar gerðir eða athafnir út frá því hvort um útlending eða Íslending  er að ræða.  Einnig eru allar alhæfingar um fólk og heilu þjóðirnar fram úr hófi hallærislegar. Afhverju eru útlendingar eiginlega alltaf til umræðu eins og um einhverjar geimverur eða furðuverur sé að ræða, þetta er bara fólk með haus og hala (leifar af hala) eins og við hin.

Sjálfstæðisflokkurinn að missa tökin?

Vil eindregið hvetja alla til þess að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag. Þar kemur á mjög mjög skýran hátt ofsahræðsla Morgunblaðsins við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa tökin í íslenskum stjórnmálum. 

Eins og og áður hræðist Morgunblaðið Ingibjörgu Sólrúnu óskaplega og hvetur til þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir því að kljúfa aðra stjórnmálaflokka.  Hann sér t.d. mikil tækifæri í því að kljúfa Frjálslyndaflokinn og kippa inn fyrir borðstokkinn Guðjóni Arnar og Jóni Magnússyni en sleppa hinum svörtu sauðunum í Frjálslyndaflokknum.  Þá sér Morgunblaðið mikil tækifæri í því að kippa Guðna Ágústssyni líka inn fyrir borðstokkinn því hann hafi alltaf verið svo dagfarsprúður í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Hins vegar er ekki minnst einu orði á það að taka aðra framsóknarmenn með.

Sjaldan hefur íslensk stjórnmálaumræða lagst jafn lágt og hér hefur verið lýst. Hvar eru málefnin? Á þau er ekki minnst einu orði.  Heldur kemur hér fram valdasýki í sinni nöktustu mynd.


Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?

Mikil reiði og upplausn virðist nú vera í Sjálfstæðisflokknum og er óneitanlega farið að minna á Gunnar og Geir í kringum 1980. 

Þegar Geir Haarde leitaði eftir samstarfi við Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vakti það gífurlega reiði í Davíðsarmi flokksins eins og greinilega kom fram i ofsafenginni gagnrýni Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu á þeim tíma. 

Eftir klúður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sem öll þjóðin hefur orðið vitni að og virðist engan enda ætla að taka.  Þannig má færa rök fyrir því að nýjasta útspil Villa hafi gert slæma stöðu flokksins ennþá verri.  Skoðanakannanir undanfarna daga staðfesta þessa miklu óánægju  sjálfstæðismanna og er Samfylkingin nú orðin stærsti flokkurinn í Reykjavík. Allt er þetta rökrétt orsök og afleiðing. 

Það sem hins vegar er stórmerkilegt í málinu og vekur margar spurningar eru viðbrögð Morgunblaðsins við þessum augljósu staðreyndum.  Morgunblaðið er nefnilega búið að finna nýjan sökudólg í þessu máli.  Það er hvorki meira né minna en varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Karín Gunnarsdóttir en hún er talin einn af lykilmönnum stjórnarsamstarfsins við Samfylkinguna.  Í fyrradag ræðst Mogginn af mikilli heift á Þorgerði Katrínu í Staksteinum og segir að nú sé að koma í ljós það sem við sögðum vorið 2007 að það ætti ekki að fara í samstarf við Samfylkinguna.  Þarna notar Morgunblaðið klúður borgarstjórnarflokksins í Reykjavík til að koma þungu höggi á varaformann flokksins sem kemur ekkert nálægt borgarstjórnarmálum að neinu leyti. 

Önnur eins vígaferli hafa ekki sést í Sjálfstæðisflokknum sl. 25 ár. Því er von að spurt sé.  Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna.

Eitt spaugilegt atriði í viðbót.  Í Staksteinum í dag ræðst Morgunblaðið á þingflokksformann flokksins fyrir of mikla stjórnsemi en hann ku banna almennum þingmönnum að eyða dýrmætum tíma þingsins með ræðuhöldum. Það vita allir að það hefur aldrei verið ætlunin að stjórnarþingmenn séu að halda ræður á Alþingi.  Þeir eiga bara að rétta upp hendurnar þegar það á við. Mogginn virðist ekki einu sinni skilja þetta og notar tækifærið og ræðst á þingflokksformanninn með hótunum um að hann verði ekki aftur kosinn formaður ef hann haldi sér ekki á mottunni. Hvað er eiginlea í gangi í þessum flokki?


Hvað er í gangi?

Mikil reiði og upplausn virðist nú vera í Sjálfstæðisflokknum og er óneitanlega farið að minna á Gunnar og Geir í kringum 1980. 

Þegar Geir Haarde leitaði eftir samstarfi við Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vakti það gífurlega reiði í Davíðsarmi flokksins eins og greinilega kom fram i ofsafenginni gagnrýni Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu á þeim tíma. 

Eftir klúður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sem öll þjóðin hefur orðið vitni að og virðist engan enda ætla að taka.  Þannig má færa rök fyrir því að nýjasta útspil Villa hafi gert slæma stöðu flokksins ennþá verri.  Skoðanakannanir undanfarna daga staðfesta þessa miklu óánægju  sjálfstæðismanna og er Samfylkingin nú orðin stærsti flokkurinn í Reykjavík. Allt er þetta rökrétt orsök og afleiðing. 

Það sem hins vegar er stórmerkilegt í málinu og vekur margar spurningar eru viðbrögð Morgunblaðsins við þessum augljósu staðreyndum.  Morgunblaðið er nefnilega búið að finna nýjan sökudólg í þessu máli.  Það er hvorki meira né minna en varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Karín Gunnarsdóttir en hún er talin einn af lykilmönnum stjórnarsamstarfsins við Samfylkinguna.  Í fyrradag ræðst Mogginn af mikilli heift á Þorgerði Katrínu í Staksteinum og segir að nú sé að koma í ljós það sem við sögðum vorið 2007 að það ætti ekki að fara í samstarf við Samfylkinguna.  Þarna notar Morgunblaðið klúður borgarstjórnarflokksins í Reykjavík til að koma þungu höggi á varaformann flokksins sem kemur ekkert nálægt borgarstjórnarmálum að neinu leyti. 

Önnur eins vígaferli hafa ekki sést í Sjálfstæðisflokknum sl. 25 ár. Því er von að spurt sé.  Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna.

Eitt spaugilegt atriði í viðbót.  Í Staksteinum í dag ræðst Morgunblaðið á þingflokksformann flokksins fyrir of mikla stjórnsemi en hann ku banna almennum þingmönnum að eyða dýrmætum tíma þingsins með ræðuhöldum. Það vita allir að það hefur aldrei verið ætlunin að stjórnarþingmenn séu að halda ræður á Alþingi.  Þeir eiga bara að rétta upp hendurnar þegar það á við. Mogginn virðist ekki einu sinni skilja þetta og notar tækifærið og ræðst á þingflokksformanninn með hótunum um að hann verði ekki aftur kosinn formaður ef hann haldi sér ekki á mottunni. Hvað er eiginlea í gangi í þessum flokki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband