Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.9.2012 | 12:29
Pólítíkin er skýr þessa dagana.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki evru. Vill stöðva umsókn í ESB og vill ekki ganga í ESB. Vilja meiri niðurskurð. Vilja virkja mikið.
Framsókn. Vilja eiginlega sama og Sjálfstæðisflokkurinn. Geta þó sveiflast í átt til þeirra flokka sem þeir halda að fái mesta fylgið.
VG vilja ekki evru. Vilja stöðva umsókn í ESB og vilja ekki ganga í ESB. Vilja ekki meiri niðurskurð. Vilja ekki fleiri virkjanir.
Samfylkingin vill evru, ljúka umsóknarferilinu til ESB, sjá samninginn og leggja fyrir þjóðina í þjóðaraðtkvæðagreiðslu. Vilja ekki meiri niðrskurð. Vilja virkja í hófi.
Er þetta ekki rétt svona í stjórum dráttum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2012 | 21:07
Forsetinn sýnir sitt rétta andlit.
Mikið hljóta Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og aðrir stuðningsmenn forsetans að vera ánægðir með hann í dag.
Á Alþingi lýsti hann á hreinskilinn hátt að hann stefndi á forsetaræði á Íslandi. Eina sem getur komið í veg fyrir þetta að mati forsetans er að þingmennirnir verði framvegis prúðir og stilltir alla daga.
Forsetinn ætlar auðvitað að dæma um það sjálfur hvort þingmennirnir eru nógu prúðir.
Þar með er komið forsetaræði á Íslandi.
Ég endurtek. Mikið hljóta stuðningsmenn Ólafs að vera ánægðir með forseta sinn í dag.
Tekið verði á vanda Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2012 | 00:10
Ólafur sýndi sitt rétta andlit.
Átakanlegt var að hlusta á Ólaf Ragnar í umræðunum í kvöld þegar hann gerðist svo lítill kall að ráðast á Þóru Arnþórsdóttur vegna framlaga í koningasjóð hennar. Engin hefur borið brigður á að Þóra hafi ekki farið nákvæmlega eftir þeim lögum sem um þetta gilda.
Sérstaklega er þetta sláandi þegar haft er í huga að hann sjálfur eyddi 98 milljónum króna árið 1996 eða sjö sinnum hærri upphæð en Þóra hefur notað í sína kosningabaráttu.
Þetta er ekkert nýtt hjá Ólafi Ragnari. Hann virðist eiga mjög erfitt með að vera heiðarlegur. Hann getur ekki einu sinni sagt satt um það hvort hann ætli að hætta eða halda áfram að vera forseti.
Vill fólk virkilega hafa slíkan mann sem forseta.
Hann notar hvert tækifæri sem hann getur til þess að minna á hvað Alþingi Íslendinga sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir.
Í umræðunni í kvöld sagði hann að 90% þjóðarinnar væru á móti Alþingi.
Markmiðið með þessu tali er augljóst. Hann er að reyna að koma því þannig fyrir að vald forsetans aukist og hreinlega að forsetinn komist til valda á Íslandi.
Þetta getur virst fjarstæðukennt en þegar betur er að gáð þá er þetta bara framhald á því hvernig hann er nú þegar búinn að breyta forsetaembættinu eftir geðþótta sínum.
Með hliðsjón af þessu finnst mér að menn ættu að hugsa sig alvarlega um áður en þeir gefa þessum manni atkvæði sitt á morgun.
24.6.2012 | 12:35
Sprengisandur.
Gott hjá Sigurjóni á Bylgjunni að hafa tvíhliða umræðu um forsetaframboðin í morgun.
Þar komu þeir fram stjórnmálafræðingarnir Stefanía Óskarsdóttir sem styður Ólaf að því er virðist og Baldur Þórhallsson sem styður Þóru að ég held.
Skemmtilegar umræður hjá þeim og ágætis úttekt á stöðunni. Þar ýjaði Stefanía að því, ef ég heyrði rétt, að RUV hefði viljandi truflað útsendingu þegar þáttur kynnngar á framboði ÓRG var sendur í loftið. en hann var eini frambjóðandinn sem þetta kom fyrir hjá sagði hún. Getur það verið rétt?
Á Bylgjunni er það að mínu mati, oftast bara önnur hliðin á deilumálunum sem heyrist, bæði í Bítinu á morgnanna og í síðdegisþættinum kl. 16, enda kalla sumir Bylgjuna ,,mini Sögu'' útvarpið sem eru í stjórnarandstöðu eins og núveandi forseti Íslands.
Mér finnst þættir skemmtilegri ef fleiri sjónarmið heyrast. RUV hefur slíka fagmennsku í fyrirrúmi.
20.6.2012 | 17:39
Dreifir huganum frá veiðigjaldinu.
Bjarni Benediktsson sagði ,,Það sem er athyglisvert í þessu er það að forsætisráðherrann, sem var sú sem krafðist þess að niðurstaða kærunefndar jafnréttismála yrði bindandi, reyndi við fyrsta tækifæri að líta framhjá þeirri niðurstöðu og höfðaði dómsmál til þess að fá því hnekkt".
Gott að Bjarni fékk eitthvað annað að hugsa um en veiðigjaldið sem fékst samþykkt þrátt fyrir málþóf í 8 daga. Aldrei hefur hagsmunagæsla stjórnmálaflokka verið eins grímulaus eins og í þessu máli.
Varðandi lögbrot Jóhönnu, langaði hana bara nokkuð til að vinna með Önnu Krístínu. Kannski eiga þær ekki skap saman eða eitthvað. Það má alveg láta sér detta það í hug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2012 | 15:11
Veit meira en við?
Vitum við alla söguna? kannski veit þáttarstjórnandinn meira en við. Kannski eri Ari þekktur fyrir að vera erfiður í samvinnu. Þó ég haldi það ekki. Athugasemdin um að Ari væri að reyna að stjórna þáttargerðinni kom manni á óvart.
Sjáfri fannst mér þetta fín lausn hjá þáttarstjórninni og ekkert að uppsettningunni.
Útgöngumennirnir töpuðu á því að ganga út að mínu mati.
Hvað mun Stöð 2 gera? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2012 | 11:02
Ólafur í pólítísku stríði.
Greinilega kom fram í kappræðum forseta frambjóðendana að Ólafur Ragnar er kominn í gamla Alþýðubandalagsgírinn þar sem allt er leyfilegt. Á sama tíma og hann segir að þjóðin eigi að ráða ferðinni og forsetinn eigi að sameina þjóðina leyfir hann sér án þess að hika að segja að hann (forsetinn) vilji ekki að Ísland gangi í ESB undir neinum kringumstæðum. Auðvitað veit hann að svona má forseti þjóðarinnar ekki tala en hann gerir það samt af því hann telur að þannig fái hann fleiri atkvæði. Tilgangurinn helgar meðalið í pólitísku stríði sem hann telur sig vera í eins og allaballar forðum. Til að kóróna ósvifnina lýgur hann því blákalt að allir þjóðhöfðingjar í Evrópu lált í ljós skoðun sína á ´pólitískum málum en auðvitað veit gamli prófessorinn að þetta er ekki satt. Forsetar og kóngar sem kosnir eru af þjóðinni forðast eins og heitann eldinn að taka afstöðu í deilumálum þjóða sinna. En svona hagræðingu sannleikans víla allaballarnir ekki fyrir sér.
Best af öllu í þessu stríði forsetans er þó það þegar hann heldur því blákalt fram að þjóðin þurfi á honum(sterka manninum) að halda í erfiðleikum sínum. Það hljóta allir að sjá. Annars mun þjóðin farast. Er til meiri vitleysa og mér er algerlega óskiljanlegt að að skynsamt fólk taki mark á þessu rugli.
1.6.2012 | 19:59
Skal engan undra.
Fyrst samþykkja sjálfstæðismenn lengdan fundartíma á Alþingi með lýðræðislegum hætti byrja svo strax og fundur hefst að býsnast yfir lengdum fundartíma og eins og Össur Skarphéðinsson sagði í kvöld ,,nenna þeir ekki að sitja undir málþófinu í sjálfum sér'' Skal reyndar engan undra því ekki eru þeir skemmtilegir blessaðir. Það sópar þó svoldið af þeim núna því þeir eru örvæntingarflullir og reiðir.
Ætla þeir aldrei að sætta sig við að þeir ráða ekki landinu í augnablikinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 15:50
Ólafur Ragnar í miklu ójafnvægi.
Ólafur Ragnar hóf kosningabaráttu sína í dag og furðu vekur í hve miklu ójanfvægi hann var. Greinilega kom fram að hann er ekki aðeins hræddur við Þóru Arnórsdóttur heldur er réttara að segja að hann sé skíthræddur.
Hann lagðist svo lágt í hræðslu sinni að vera með ómerkilega sleggjudóma sem á engan hátt sæma forseta.
Allir hljóta að sjá að einstaklingur sem bregst svona ömurlega við mótframboði á ekkert erindi á forsetastól.
15.9.2011 | 21:03
Heimska.is
Fyrir nokkrum dögum birti félagsskapurinn skynsemi.is hvatningu til landsmanna um að draga ætti umsóknina um ESB til baka.
Á sama tíma var birt niðurstaða skoðunarkönnunar sem sýndi að 67% þjóðarinnar vilja ekki draga umsóknina til baka.
Þetta eru ákaflega merkilegar niðurstöður vegna þess að forysta Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG sem standa fyrir 65 - 70% þjóðarinnar hafa allir lagt til að umsóknin um ESB verði dregin til baka.
Hvernig má þetta vera. Þetta sýnir svart á hvítu að íslendingar vilja ekki gamaldags forræðishyggju.
Fólk vill ráða sjálft hvað það velur. Þeir hafna því að forystumenn reyni að hafa vit fyrir þeim.
Af þessum ástæðum ættu forystumenn þessara þriggja stjórnmálaflokka að stofna félag sem hefði netfangið Heimska.is.