Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AGS var ekki ófreskja.

Samstarf okkar við AGS gekk mjög vel. Um það eru allir sammála.

Í upphafi litu margir málsmetandi menn í Sjálfstæðisflokknum og VG á AGS sem ófreskju sem bæri að forðast.

Þegar upp er staðið hafa þessir aðilar haft eins rangt fyrir sér og hugsast getur.

Áfram heldur þessi mikla hræðsla við útlendinga. 

Nú er ESB ófreskjan mikla sem hugsar um það eitt að gleypa landið og þjóðina í einu lagi.  Er ekki komin tími til að hætta þessu rugli og segja bless við vanmáttakendina.

ESB er engin ófreskja frekar en AGS heldur er þetta bandalag þjóða um frjálsa verslun og viðskipti og ekkert annað.

Engin hjá ESB hefur áhuga á að gleypa litla Ísland. 

 

 


mbl.is Samstarfið betra en ég reiknaði með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur á réttri leið.

Guðmundur Steingrímsson hefur tekið úthugsaða og djarfa pólitíska ákvörðun eins og hann á kyn til.

Á hárréttu augnabliki stígur hann fram og mótmælir kröftulega forsjárhyggjunni og forneskjunni sem nú um stundir tröllríður íslenskri pólítík.

Þessi forsjárhyggja kemur best fram í því að allir hinir flokkarnir fyrir utan Samfylkinguna vilja draga umsóknina um ESB til baka en ekki leyfa fólki þau sjálfsögðu mannréttindi að fá sjálft að kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir.

Sá ungi maður sem hér rís upp og mótmælir ruglinu, þjóðrembingnum og einangrunarstefnunni sem nú ræður ríkjum hér á landi - hann á örugglega framtíðina fyrir sér.


Stóraukið fylgi við Samfylkinguna.

Í gær setti ég fram þá skoðun að fylgi Samfylkingarinnar muni aukast upp í 40 til 50% vegna afstöðunnar til ESB.

Málið er ótrúlega einfalt við nánari skoðun.

Aðildin að ESB verður kosningamál í næstu kosningum.  Þannig hefur það alltaf verið um stór utanríkismál.

Reynslan sýnir að já og nei hreyfingar um aðild að ESB hafa tilhneigingu til að vera mjög svipaðar.

Þeir sem styðja aðild að ESB hafa einfaldlega ekki um annan möguleika að velja en að kjósa Samfylkinginu því að gamaldags forsjárhyggjumenn hafa tekið völdin í öllum hinum flokkunum.

Þeir ætla ekki einu sinni að leyfa sínum flokksmönnum að kjósa um þetta sjálfsagða mál.  Því þeir vilja að fólk segi nei áður en það sér samninginn.

Hverjir ætla að láta bjóða sér slíka forneskju??


Fylgi við Samfylkinguna stefnir í 40%.

Eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins gaf út þá yfirlýsingu að draga ætti umsóknina um aðild að ESB til baka er ljóst að Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem styður aðild að ESB að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Allir hinir flokkarnir vilja ekki einu sinni sjá samninginn. 

Núna er fylgið við aðild að ESB 35 - 40% og fer vaxandi.  

Allt þetta fólk á engan annan kost en að styðja Samfylkinguna til að eiga möguleika á að komast í ESB.

Þess vegna er rökrétt að áætla að fylgi Samfylkingarinnar fari í 40% í næstu kosningum og jafnvel yfir 50% því fólk mun sannanlega vilja kjósa með lægra vöruverði og meira úrvali neysluvara ekki síst mun fólkið kjósa með lágum vöxtum og engri verðtryggingu.


Bjarni skýtur sig í fótinn.

Ekki á af Bjarna Ben að ganga. Nú lætur hann öfgamenn í Sjálfstæðisflokknum pína sig til að gefa út yfirlýsingu um það að draga eigi umsóknina um aðild að ESB til baka. 

Hvað er eiginlega að gerast í Sjálfstæðisflokknum sem fram að þessu hefur talið sig vera flokk frjálsrar verslunnar til að tryggja hagsæld þjóðarinnar.

Alveg ljóst er að þessi furðulega ákvörðun mun draga verulega úr fylgi hjá Sjálfsæðisflokknum því þessi ákvörðun er í andstöðu við hagsmuni atvinnulífsins og hagsmuni fólksins sem á heimtingu á að fá vörur á sama verði og Evrópubúar og eðlilega vexti af húsnæðislánum svo dæmi sé tekið.

Niðurstöður skoðanakannana sem nú eru að birtast eru algjörlega marklausar því fólk er enn ómeðvitað hve gífurlegar breytingar eiga eftir að verða á verðlagi, vöxtum og öllum viðskiptakjörum við inngöngu í ESB.

Þegar það kemur fram innan tíðar verður erfitt fyrir Bjarna að sætta sig við að hafa tekið kolranga ákvörðun bæði fyrir flokkinn og fólkið í landinu. ákvörðun.


mbl.is Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn vill koma atvinnulífinu af stað.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hvað eftir annað ásakað ríkisstjórnina um seinagang við að koma atvinnulífinu af stað.

Þegar nánar er spurt um hvað formaðurinn eigi við verður fátt um svör.  

Á ríkisstjórnin að fara að byggja jarðgöng og hvað fá margir vinnu við það og svo framvegis. 

Í dag kom hins vegar í ljós hvað blessaður formaðurinn á við.  Í fréttum kom fram að fyrirtækið  NI þar sem hann var stjórnarformaður í mörg ár fær nú niðurfellingu skulda svo milljarða tugum skiptir frá öllum bönkunum og til viðbótar afskrifuðu þeir eitt stk viðskiptavild upp á 4,5 milljarða sem stafar af því að í hinum villtu draumum um fyrirtækið voru eignir og eigið fé hækkað vegna viðskiptavildar og arður greiddur út í samræmi við það en nú kemur því miður í ljós að þetta var allt í plati.  Það var engin viðskiptavild og þess vegna átti engan arð að borga út.

Þarna er loksins komið fram hvað formaður Sjálfstæðisflokksins á við þegar hann talar um að efla eigi atvinnulífið. Það á að fella niður skuldir fyrirtækjanna og það á að afskrifa leiðinlega viðskiptavild en það á ekki að endurgreiða arðinn sem veittur var út á hina fölsku viðskiptavild.



mbl.is Töpuðu milljörðum á N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn vill koma atvinnulífinu af stað.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hvað eftir annað ásakað ríkisstjórnina um seinagang við að koma atvinnulífinu af stað.

Þegar nánar er spurt um hvað formaðurinn eigi við verður fátt um svör.  

Á ríkisstjórnin að fara að byggja jarðgöng og hvað fá margir vinnu við það og svo framvegis. 

Í dag kom hins vegar í ljós hvað blessaður formaðurinn á við.  Í fréttum kom fram að fyrirtækið  NI þar sem hann var stjórnarformaður í mörg ár fær nú niðurfellingu skulda svo milljarða tugum skiptir frá öllum bönkunum og til viðbótar afskrifuðu þeir eitt stk viðskiptavild upp á 4,5 milljarða sem stafar af því að í hinum villtu draumum um fyrirtækið voru eignir og eigið fé hækkað vegna viðskiptavildar og arður greiddur út í samræmi við það en nú kemur því miður í ljós að þetta var allt í plati.  Það var engin viðskiptavild og þess vegna átti engan arð að borga út.

Þarna er loksins komið fram hvað formaður Sjálfstæðisflokksins á við þegar hann talar um að efla eigi atvinnulífið. Það á að fella niður skuldir fyrirtækjanna og það á að afskrifa leiðinlega viðskiptavild en það á ekki að endurgreiða arðinn sem veittur var út á hina fölsku viðskiptavild.


ESB sýnir styrk sinn.

Góðar fréttir bárust frá Evrópu í dag þegar greint var frá því að Seðlabanki Evrópu hefði keypt ríkisskuldabréf af Spánverjum og Ítölum í stórum stíl og með því snúið við óheillaþróun á verðbréfamörkuðum.

Þetta sýnir mikinn styrk ESB þegar á reynir. Hefðu þessi ríki ekki verið í ESB hefðu þau farið þráðbeint á hausinn og kreppa þeirra hefði orðið áþekk og var hér fyrir þremur árum.

En það gerðist ekki og því hljóta allir að fagna.

Þá er í framhaldi af þessum góðu fréttum einnig góðar fréttir frá íslenskum stjórnvöldum sem ákváðu í dag að hækka ekki skatta á fólk né fyrirtæki þrátt fyrir áföll í ríkisrekstrinum vegna mikils taps Íbúðalánasjóðs og Sparisjóðs Keflavíkur.

Þetta sýnir styrk íslenskra stjórnvalda sem taka þessa ákvörðun þrátt fyrir ráðleggingar AGS um að hækka mikið virðisaukaskatt á matvörur.


mbl.is „Engin áform um matarskatt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphefðin kemur að utan.

Afar ánægjulegt var að heyra Angelu Merkel kanslara Þýskalands hrósa Íslendingum fyrir það hvernig þeir hafa unnið úr bankakreppunni miklu.

Þarna talar þjóðhöfðingi sem gjörþekkir og skilur það sem Íslendingar hafa gengið í gegnum.

Þetta er eitthvað annað en þreytandi nöldur og nagg valdasjúkra stjórnmálamanna sem hugsa aðeins um það eitt að koma ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá völdum.

Jóhanna getur vel viðunað því hún hefur verið í forystu ríkisstjórnarinnar á meðan að þessi vel heppnaða endurreisn hefur staðið yfir.

Í dag sýndi hún enn ótvíræða forystuhæfileika sína þegar hún á þessum stað og á þessari stund sagði á skýran hátt að Ísland yrði að ná góðum samningum um sjávarútvegs-og landbúnaðarmál til að geta gengið í ESB.  


mbl.is Jóhanna fundaði með Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spákaupmenn að eyðileggja húsnæðismarkaðinn.

Mjög athyglisverð úttekt á húsnæðismálum var gerð í helgarblaði Mbl.  Þar kemur fram að hækkun á íbúðarverði undanfarið stafar ekki af auknum kaupmætti og möguleikum unga fólksins til að kaupa íbúðir heldur á þessi hækkun rætur að rekja til spákaupmanna sem kaupa nú íbúðir í stórum stíl í stað þess að ávaxta peningana í banka.

Þetta orsakar falskt verð á íbúðum því staðreyndin er sú eins og fram kemur í úttektinni að stöðugt færri komast nú í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúðir á því verði sem býðst í dag.  

Þessi falska eftirspurn spákaupmanna er því að eyðileggja möguleika ungs fólks til þess að kaupa íbúðir á því verði sem efnahagur þess í dag gerir mögulegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband