Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.7.2011 | 15:13
Niðurstaða Hagstofunnar passar ekki við áróður Morgunblaðsins.
Hagstofa Íslands sem er hlutlaus ríkisstofnun birti í gær spá um hagvöxt á næstu tveimur árum.
Skv. spánni mun hagvöxtur aukast um 2,5% á þessu ári og 3,1% á næsta ári.
Þetta er niðurstaða Hagstofunnar sem hefur fram að þessu notið trausts landsmanna enda engin ástæða til annars. Hagstofan hefur aldrei verið uppvís að óheiðarlegum vinnubrögðum enda er þetta eina stofnunin á Íslandi sem rannsakar efnahagsmál á hlutlausan hátt.
Þessi spá Hagstofunnar passaði náttúrulega ekki við áróður Morgunblaðsins.
Morgunblaðið birti í morgun stórar fyrirsagnir á bls. 1 og 2 um að hagvaxtarspáin væri ekki trúverðug. Þarna er reynt að gera þessa hlutlausu spá tortryggilega á allan hátt.
Ekki nóg með það heldur er í Staksteinum ráðist á fréttastofu RUV af því að hún sagði skilmerkilega og á hlutlausan hátt frá hagvaxtarspá Hagstofunnar.
Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Getur fólk ekki lengur fengið hlutlausar fréttir án þess að ritstjórar Morgunblaðsins og aðrir öfgamenn dragi þær í svaðið af því að þær passa ekki í áróður þeirra á móti ríkisstjórninni
Auðvitað er hér um stóralvarlegt mál að ræða sem hlýtur að misbjóða öllu sanngjörnu fólki á Íslandi.
27.6.2011 | 21:56
Loksins hefjast viðræðurnar.
Viðræður um aðild að ESB sem hófust í dag eru ekkert annað en stórtíðindi. Vonandi ganga viðræðurnar hratt og vel fyrir sig. Nú er mikilvægt að fólk verði upplýst um gang mála og að fram komi á skýran og hlutlausan hátt þau miklu gæði sem aðild að ESB gætu þýtt fyrir landsmenn.
Mál er að linni þeim mikla öfgaáróðri sem fámennur hópur Hægri Grænna, Vinstri Grænna, kvíðafullra framsóknarmanna og skapstyggra sjálfstæðismanna hafa haldið á lofti undanfarin misseri.
Allur þessi öfgaáróður er í besta falli rugl. Aðild að ESB mun koma Íslandi á góðan framtíðarstað með mikilli samvinnu við frænd- og vinarþjóðir okkar í Evrópu.
2.6.2011 | 11:00
Hvers á Framsókn að gjalda.
Við sem erum eldri en tvævetur og höfum þekkt Framsóknarflokkinn lengi vita að almennt eru Famsóknarmenn frjálslyndir og tilbúnir að vinna með öðrum. Enda var uppskeran samkvæmt því og lengi vel var Framsóknarflokkurinn 25% flokkur.
Á síðustu árum hefur allt breyst hjá Framsóknarflokknum hafa ungir menn með öfgafullar skoðanir tekið völdin um stund. Enda hefur fylgið hrunið af flokknum og mælist nú með 10 - 15 % fylgi þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu.
Nú berast þær fréttir að nýr liðsmaður hafi bæst í hópinn og segist núna vera kominn heim til hinna ungu öfgamanna sem eru í forystu flokksins í dag.
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Þetta verður vonandi til að þjappa frjálslyndum Framsóknarmönnum saman og efla þá. Kannski er komið tækifærið sem Guðmundur Steingrímsson á að nýta sér til fulls.
Flokkurinn hefur nú 2 þingmenn í norðvestur kjördæmi og verður fróðlegt að fylgjast með slagsmálum Gunnars Braga og Ásmundar þegar þar að kemur í næstu þingkosningum. Þarna liggur tækifæri Guðmundar Steingrímssonar sem getur fært hann til forystu og um leið bjargað þessum gamla góða flokki úr klóm öfgamanna.
„Má segja að ég sé kominn heim“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2011 | 20:59
Enn er langt í land,
Mikill misskilningur er að við séum búin að bíta úr nálinni vegna þeirra mistaka sem gerðar voru með því að hafna Icesavesamkomulaginu. Ef gengið hefði verið að samningunum væri málinu endanlega lokið. Í stað þess erum við að kalla yfir okkur málaferli sem engin veit hvernig enda.
Vonandi verða þessir áköfu þjóðaratkvæðagreiðslumenn með forsetann í forystu tilbúnir að greiða atkvæði um framtíð kvótakerfisins. Þeir hljóta að vilja að þjóðin hafi síðasta orðið í því máli eða hvað?
Lýðræðið sigrar peningaöflin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2011 | 21:03
Hvers vegna Áfram?
24.3.2011 | 23:51
Vindhögg.
Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2011 | 18:39
Þingræði á Íslandi.
70% réttkjörinna þingmanna þjóðarinnar samþykktu Icesave samningana eftir 2ja ára undirbúning. Hvað þarf forsetinn meira til að staðfesta þessi lög. Þetta eru atvinnustjórnmálamenn sem legið hafa yfir þessum málum svo mánuðum skiptir og niðurstaðan er algjörlega afdráttarlaus.
Svo koma Hallur Hallsson og fleiri á síðustu stundu og fá þúsund manns á klukkutíma til að skrá sig og vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þessi uppákoma virkilega að ráða ferðinni. Allir vita að undirskriftarsöfnunin stenst ekki skoðun. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk sitji með þjóðskrána í fanginu og skrái fólk á listann eins og það langar til.
Auðvitað gerir engin ráð fyrir að fólk sé almennt óheiðarlegt og stundi sííka iðju þó að hún sé möguleg. Aðalatriðið er að það skiptir einfaldlega engu máli hvort fólk er heiðarlegt eða ekki. Það er algjörlega fráleitt að forsetinn geti tekið ákvarðanir sem byggjast á undirskriftasöfnun sem ekki stenst skoðun. Svo einfalt er það.
Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2011 | 21:53
The beginning of the end.
Þessi frægu ummæli Churchill koma upp í hugann í stríði Davíðs Oddsonar við Bjarna Benediktsson vegna Icesave málsins.Í fyrsta og væntanlega í síðasta skipti ræðst Davíð beint að Bjarna með því að kalla hann vikapilt Steingríms Sigfússonar´.Svona ummæli viðhefur fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins aðeins einu sinni við formann Sjálfstæðisflokksins. Þetta er stríðsyfirlýsing, Engin jafntefli í boði. Annað hvort vinnur Bjarni eða Davíð og það sem meira er annar þeirra tapar og það tap verður varanlegt.
Auðvitað tapar Davíð. Hann fer með rangt mál. Hann og Agnes litla halda að Icesave málið sé tilfinningamál og vilja halda í Dómsmálaleiðina þó allir sem eitthvert vit hafa í kollinum skilji að það er miklum mun áhættusamara en þeir samningarnir sem nú eru í boði.
Bjarni á hrós skilið fyrir hugekki. Kominn er tími til að Davíð skilji að hans tími er löngu liðinn.
Sætti mig við þessi málalok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2011 | 11:44
Sama sagan þá og nú.
Það hefur ekkert breyst á þessum árum. Það er enn verið að eltast við smákrimmana. Fangelsin yfirfull af þeim og vantar meira pláss.
Hvítflibbaglæpamennirnir ganga lausir og stela fyrir sig og sína nú sem fyrr.
Eignuðust barn í bæli á Ströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2011 | 21:34
Orð í tíma töluð.
Jóhanna talaði mjög skýrt til samstarfsflokksins í dag. Hún sagði einfaldlega við höfum gert stjórnarsáttmála. Þeir sem vilja ekki virða hann eru að leika sér að eldinum. Þeir sem stunda þannig einleik geta ekki alltaf gert ráð fyrir að allt fari vel að lokum.
Þetta er hárrétt hjá Jóhönnu. Í stjórnarsáttmálanum er m.a. sagt að það eigi að sækja um aðild að ESB og að það eigi að búa til eitt atvinnumálaráðuneyti svo dæmi séu tekin. Auðvitað þýðir ekkert fyrir VG að segja núna við erum á móti þessu en við viljum samt halda áfram með ríkisstjórnina. Þetta er barnaleg afstaða og gengur auðvitað ekki upp.
Ætla VG að fá þá arfleið að þeir séu óstarfhæfir í ríkisstjórn vegna innbyrðisdeilna.
Ef Jóhanna neyðist til að slíta stjórnarsamstarfinu sem alls ekki er ólíklegt ef heldur fram sem horfir þá mun líða mjög langur tíma þar til einhver þorir að bjóða VG í stjórnarsamstarf.
Eru að leika sér að eldinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |