Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.1.2011 | 21:01
Er ennþá þingræði á Íslandi?
Sérstaka athygli vakti í áramótaræðu forsetans hvernig hann marglýsti yfir að þjóðin ætti að ráða öllu.
Það var eins og hann fyrrverandi þingmaðurinn hefði ekki hugmynd um að það væri þingræði í landinu. Þjóðin kýs þingmenn til að fara með sameiginleg mál þjóðarinnar. Þeir eru kosnir til að vera fulltrúar fólksins.
Gallinn við þetta er sá að þetta stemmir ekki við valdadrauma Ólafs Ragnars en hann kann ráð við því. Hann einfaldlega strikar yfir þingmennina svo ætlar hann og þjóðin að ráða öllu í framhaldinu.
Framvegis munu því verða stöðugar þjóðaratkvæðagreiðslur. Það verður t.d. gaman að sjá svipinn á æsingamönnunum á móti Icesave samkomulaginu þegar kvótakerfið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu og ónefnt dagblað kvótakonga verður sett á útsölu.
Við verðum að vona að þjóðin lifi af þessa 18 mánuði sem eftir eru af valdatíma forsetans.
24.12.2010 | 01:02
Sem betur fer fyrir þjóðina.
Ánægjulegt er aðverða vitni að frábærum árangri ríkisstjórnarinn núna í lok ársins.
Verðbólgan er komin niður fyrir langþráð 2,5% markmiðið. Búið að gera róttækar ráðstafanir til að aðstoða skuldug heimili og fyrirtæki. Þá hafa náðst góð drög að samningi um Icesave og ætti að vera auðvelt að ganga frá því máli strax á næsta ári.
Samfara þessum mikla árangri er núna að koma í ljós að efnahagsmálin eru að taka við sér og hagvöxtur á næsta leiti.
Fjárlög ársins 2010 hafa staðist og meira en það sem bera vott um að allar hrakspár um of mikla skatta hafa reynst út í hött og í ljós kemur að skattahækkanir og niðurskurður voru í nákvæmlega réttu jafnvægi til að koma þjóðarskútunni á flot.
Eftir sitja pirraðir stjórnarandstæðingar sem eru farnir að sjá að mjög langur tími líður áður en þeir komast aftur til valda á Íslandi. Sem betur fer fyrir þjóðina.
12.12.2010 | 20:46
Góður Icesave samningur í höfn.
Öll þjóðin hlýtur að fagna þeim glæsilega árangri sem samninganefndin um Icesave náði með hinum nýja samningi. Eða hvað? Hvað er eiginlega að koma fyrir þjóðina?
Á þessum merku timamótum virðist aðalatriðið hjá fjölmörgum vera það að hengja Steingrím og aðra sem koma að málum af því þeir náðu ekki jafn góðum samningi þá og nú.
Hvílík endemis vitleysa. Auðvitað skiptir þetta engu máli og er í hæsta máta ósanngjarnt að dæma menn eftir árangri sem náðist við allt aðrar og verri forsendur.
Þá virðast þingmenn í stórum stíl svíkjast undan merkjum og neita að útkljá þetta mál á Alþingi eins og þeir voru kjörnir til. Heldur vilja þeir í aumingjaskap sínum að málinu verði vísað til þjóðarinnar. Má í þessu sambandi nefna formann Framsóknarflokksins sem gaf það út áður en hann hafði séð samninginn að hann ætlaði að vísa málinu til þjóðarinnar.
Vil benda þessum ágæta manni á að það er þingræði á Íslandi. Fólkið kýs þingmenn til að vinna að sínum málum en ef að þingið ætlar að vísa öllu frá sér má leggja það niður strax.
Þessi furðulegu viðbrögð við þessum góða árangri sýna það eitt að menn eru tilbúnir að fórna öllu fyrir völdin.
Ef afleiðingarnar af þessu valdabrölti yrðu þær að Icesave samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og málið færi fyrir dómstóla er tekin gríðarleg áhætta og stórar líkur á að þjóðin verði fyrir óbætanlegu tjóni.
Icesave á endastöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 22:55
Að vera vitur eftir á.
Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 14:52
Lof og prís.
Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2010 | 18:55
Útvarp Saga ekki alvitlaus.
Er orðin aðdáandi Útvarps Sögu þ.e.a.s. þegar einhver með viti talar þar.
Jón Baldvin var til að mynda frábær þar milli klukkan 17 og 18 í dag. Hann sagði að útrásarvíkingarnir væru ,,nýríkt pakk" og að Icesave væri DO og GH að kenna og að senda ætti reikninginn til Valhallar. Svo var hann með endalaus rök fyrir því að ganga ætti alla leið ínn í ESB.
Sá sem ekki tekur mark á rökum hans hlýtur að vera galinn.
Kostnaður 50 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 20:59
Fylgisaukning hjá ríkisstjórninni.
Afar ánægjuleg tíðindi voru að berast um fylgisaukningu ríkisstjórnarflokkanna frá síðustu könnun. Enn vantar nokkuð á að fylgið sé komið í eðlilegt horf enda stendur ríkisstjórnin enn í miðjum flórnum við að moka skítinn eftir 18 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.
Samt gefur þessi fylgisaukning vísbendingu um það að ríkisstjórnin sé á réttri leið. Einnig má búast við að fylgi við aðild að ESB muni aukast stórlega á næstunni. Það sjá allir að hið nýja hjónaband þeirra sem standa lengst til hægri í pólítík og þeirra sem standa lengst til vinstri getur ekki staðið nema í stuttan tíma.
Fólkið mun ganga fram á móti nýjum tímum en eftir sitja öfgamennirnir til hægri og vinstri.
30.11.2010 | 21:31
Fluggáfað fólk á stjórnlagaþing.
Hrein unun var að hlusta á viðtal við þau tvö sem fengu flest atkvæði á Stjórnlagaþing þau Þorvald Gylfason prófessor og Salvöru Nordal forstöðumann Siðfræðistofnunar í Háskóla Íslands.
Loksins komu fram stjórnmálamenn sem eru langt fyrir ofan meðaltal í andlegu atgerfi og atorku. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þeim og öðrum fulltrúum á stjórnlagaþingi. Þetta fólk hefur alla burði til að vera forystumenn í íslenskum stjórnmálum. Það verður mikil og góð tilbreyting að fylgjast með þessu fólki í stað meðalmennskunnar sem því miður situr nú á Alþingi Íslendinga.
Til hamingju Ísland með þessa glæsilegu fulltrúa á Stjórnlagaþing.
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2010 | 19:41
Ríkisstjórnin sterkari en áður.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hjá VG var mjög ánægjuleg og gerir ríkisstjórnarsamstarfið sterkara en áður. Eftir þessa atkvæðagreiðslu ættu öfgamenn og ýmsir eftirlaunakommar í VG að gera sér ljóst að flokkurinn ætlar að klára ESB aðildarviðræðurnar og leggja síðan málið í dóm kjósenda.
Auðvitað eru það sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að kjósa um ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikið svakalega hafa þeir menn vondan málstað sem ítrekað reyna að koma í veg fyrir það að fólk fái að nota sinn lýðræðislega rétt.
ESB tillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2010 | 22:28
Óhjákvæmilegur endir.
Undirrituð var mjög hissa þegar aftur var farið að tala um flatan niðurskurð á húsnæðisskuldum. Þetta gat auðvitað aldrei gengið og er mér hulin ráðgáta að einhverjum skyldi einhverntímann detta það í hug. Auðvitað hefur aldrei verið neitt inn í myndinni annað en að beina kröftunum að þeim sem verst eru settir.
Ekki þarf langan pistil til að rökstyðja þetta. Ríkissjóður er tómur og meira en það. Það vita allir. Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi húsnæðislána Flatur 18% niðurfelling myndi kosta Íbúðalánasjóð 120 milljarða króna. Ríkissjóður gæti auðvitað aldrei borgað það. Ekki einu sinni þó að upphæðin væri 12 milljarðar en ekki 120. Þessi hugmynd var einfaldlega alveg út í bláinn. Lífeyrissjóðirnir mega aldrei koma að svona málum þeir hafa einfaldlega enga heimild til þess.
Þurfti tvær vikur til þess að komast að þessum einföldu staðreyndum.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)