Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2010 | 22:14
Að vita allt best eftirá.
Við almenningur í landinu erum furðu lostin yfir vinnubrögðum á Alþingi vegna Landsdómsins.
Núna fyrst eftir að þessi þingnefnd sem kosin var af Alþingi er búin að starfa í marga mánuði kemur í ljós að þessi Landsdómur er refsiréttur til að dæma sakamenn en engin mynntist einu orði á þetta fyrirfram.
Niðurstaða málsins var hörmuleg. Einn maður ákærður og þingið logar í illindum. Ég vona að mér fyrirgefist að segja hvers konar vitleysisgangur er hér eiginlega á ferðinni.
Auðvitað átti annað hvort að kæra alla fyrrverandi ráðherra eða engan. Þeir voru allir við ríkisstjórnarborðið þegar þessir alvarlegu atburðir áttu sér stað.
Að sjálfsögðu átti að ræða þetta allt áður en nefndin færi af stað. Er aldrei hægt að gera neitt rétt á þessu guðsvolaða Alþingi okkar.
18.9.2010 | 15:38
Samningar um Icesave
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2010 | 13:55
Til hamingju Ísland!
Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar og stórar skýrslur um að þjóðin ætti að læra af mistökunum sem ollu hruninu og hefja nýtt líf virðist nú komið í ljós að við sitjum ennþá í gamla hjólfarinu. Allir eru sammála um það að mikilvægt skref í þessu máli sé að horfast í augu við fortíðina undanbragðalaust og draga þá til ábyrgðar sem voru á vaktinni þegar ósköpin dundu yfir.
Nú virðist komið í ljós að við erum ekki tilbúin til að gera eitt eða neitt í þessum málum heldu höldum áfram sama pólítíska þjarkinu um hægri og vinstri út og suður.
Til hamingju Ísland!
Ekki samstaða í nefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 20:49
Ríkisstjórnin í sókn
Ánægjulegt var að heyra að báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru í sókn samkvæmt nýjustu skoðunakönnun á sama tíma og fylgi sjálfstæðisflokksins dalar. Þá er athyglisvert að framsóknarflokkurunn virðist fastur í 12% fylgi þrátt fyrir allan bæslaganginn síðustu misseri.
Einnig kom fram í dag í viðtali við formann samningarnefndarinnar um viðræður við Evrópusambandið og viðræður ganga vel og samkvæmt áætlun. Fólk er smám saman að átta sig á því að auðvitað eigum við að láta reyna á þetta mál. Ekkert er ómögulegt og virðast góðar líkur á að hægt sé að semja um sjávarútvegsmálin.
Loksins mun vonandi koma að því að þessi þjóð fái sterkan gjaldmiðil, lága vexti, lágt matvöruverð og losni algerlega við verðtrygginguna og lán fólks hækki ekki þó dreifing á rafmagni hækki í verði en þessa dagana erum við vitni af því vegna þess að gjaldmiðillinn okkar er ónýtur.
25.8.2010 | 19:52
Kolrangt lögfræðiálit.
18.8.2010 | 21:19
Ánægjuleg tíðindi.
Stýrivextir lækkuðu um 1% í morgun eða meira en gert hafið verið ráð fyrir. Þettu eru mjög ánægjuleg tíðindi sem allir hljóta að fagna. Nú er að koma í ljós árangur af þrotlausri baráttu við að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl eftir hrunið mikla.
Margvísleg merki um bættan hag eru að koma fram. Verðbólgan hefur aldrei verið minni, gengi krónunnar að styrkjast og kaupmátturinn aðeins að þokast upp á við.
Loksins er einörð barátta ríkisstjórnarflokkana að bera árangur. Vonandi verða fleiri skref tekin fljótlega. Vextir lækkaðir enn meir og gjaldeyrishöftin smám saman afnumin.
Þá er mjög mikilvægt að ljúka Icesave málinu en eins og kunnugt er hefjast viðræður við Breta og Hollendinga um næstu mánaðarmót.
Að þessu loknu geta hafist aðildarviðræður við ESB sem vonandi enda með hagstæðum samningi fyrir okkur Íslendinga. Þá getum við loksins farið að líta fram á veginn björtum augum og tími stöðnunar vonandi liðinn.
Vextir lækka um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2010 | 20:05
Réttlætið sigrar.
Allir réttsýnir menn hljóta að fagna því að Gylfi Magnússon ætli að gegna embætti sínu áfram og vonandi sem lengst.
Það var ótrúlegt að fylgjast með ofsóknum firrtra einstaklinga og mér liggur við að segja vitgrannra einstaklinga á þennan mæta mann sem hefur unnið þjóðini mikið gagn. Hvað er það sem rekur menn í svona skítkast. Málstaðurinn er engin heldur virðist glórulaust hatur ráða ferðinni.
Mál er að linni.
Gylfi situr áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2010 | 00:00
Lítilmannlegar nornaveiðar
Þjóðin verður nú vitni að ótrúlega illskeyttum árásum stjórnarandstöðunnar á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. Það er með ólíkindum hvað menn geta lagst lágt til að koma höggi á pólítískan andstæðing. Allir vita sem vilja vita að Gylfi Magnússon er yfirburðamaður í ráðherraliðinu og þjóðin á honum mjög mikið að þakka við að þoka erfiðum málum í rétta átt eftir hrunið sem engin hefði getað leikið eftir.
Auðvitað er fólk reitt og margir hafa átt erfiða tíma en það veitir ekki heimild til að ofsækja þennan mæta mann með bulli og kjaftæði.
Efnislega hefur hann ekki gert neitt rangt. Hann sem ráðherra getur ekki og má ekki taka afstöðu til viðkvæmra mála eins gengistryggðu lánin voru og eru út frá einu lögfræðiáliti. Hann má einfaldlega ekki vera með sterka skoðun á þessu máli heldur er í raun ekkert hægt að gera fyrr en dómsúrskurður liggur fyrir. Þessa einföldu staðreynd vilja menn ekki skilja heldur nota þetta mál til ósmekklegra og lítilmannlegra árása.
Gylfi Magnússon er ekki einungis eldklár dugnaðarforkur heldur ber hann með sér sanngirni og heiðarleika. Þetta vita pólítískir andtæðingar hans mæta vel en leggjast samt svona lágt. Þeir ættu að skammast sín.
Gylfi og Jóhanna töluðu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2010 | 20:50
Lítilmannlegar pólítískar nornaveiðar.
Þjóðin verður nú vitni að ótrúlega illskeyttum árásum stjórnarandstöðunnar á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. Það er með ólíkindum hvað menn geta lagst lágt til að koma höggi á pólítískan andstæðing. Allir vita sem vilja vita að Gylfi Magnússon er yfirburðamaður í ráðherraliðinu og þjóðin á honum mjög mikið að þakka við að þoka erfiðum málum í rétta átt eftir hrunið sem engin hefði getað leikið eftir.
Auðvitað er fólk reitt og margir hafa átt erfiða tíma en það veitir ekki heimild til að ofsækja þennan mæta mann með bulli og kjaftæði.
Efnislega hefur hann ekki gert neitt rangt. Hann sem ráðherra getur ekki og má ekki taka afstöðu til viðkvæmra mála eins gengistryggðu lánin voru og eru út frá einu lögfræðiáliti. Hann má einfaldlega ekki vera með sterka skoðun á þessu máli heldur er í raun ekkert hægt að gera fyrr en dómsúrskurður liggur fyrir. Þessa einföldu staðreynd vilja menn ekki skilja heldur nota þetta mál til ósmekklegra og lítilmannlegra árása.
Gylfi Magnússon er ekki einungis eldklár dugnaðarforkur heldur ber hann með sér sanngirni og heiðarleika. Þetta vita pólítískir andtæðingar hans mæta vel en leggjast samt svona lágt. Þeir ættu að skammast sín.
Skýr og brýn ástæða afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 20:37
Batnandi hagur þjóðarinnar.þrátt fyrir stjórnarandstöðuna.
Mjög jákvæðar fréttir berast nú daglega um bættan hag þjóðarinnar.
Kaupmátturinn er að vaxa, gengi krónunnar er að styrkjast, verðbólgan er í lágmarki, vextir fara lækkandi og viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er jákvæður.
Þetta eru náttúrulega fréttir sem aumingja stjórnarandstaðan þolir ekki.
Í stað þess að fagna þessum góða árangri er stjórnarandstaðan að burðast við að ráðast á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra sem ég fullyrði að er yfirburðamaður í ráðherraliði stjórnarinnar. Þessi maður hefur haft það starf að moka flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn eftir þeirra ömurlegu stjórn á fjármálum þjóðarinnar eins og alþjóð veit.
Hvert er svo tilefni þessarar fáránlegu árásar á Gylfa. Jú lögmannstofa út í bæ gerði lögfræðiálit fyrir Seðlabankann. Í þessu áliti kom fram að hugsanlega væru gengistryggð lán ólögmæt. Vitað er að Gylfi sá aldrei þetta lögfræðiálit Lex. Þó hann hefði frétt af því síðar.
Kjarni málsins er sá að það skipti engu máli hvort Gylfi hafi sé þetta álit eða ekki. Það var auðvitað aldrei hægt að nota þetta álit til ákvarðana um gengistryggðu lánin. Það eru mörg hundruð lögfræðingar í landinu sem hver um sig getur gefið lögfræðiálit. Það skiptir engu máli hvernig þessi lögfræðiálit eru. Til þess að taka ákvarðanir verður auðvitað dómsúrskurður að liggja fyrir.
Þetta var nákvæmlega það sem Gylfi sagði í þinginu. Hann sagði ,,erlend lán eru lögleg en leita þarf dómsúrskurðar til að meta hvort gengistryggð lán séu lögleg eða ekki".
Svona einfalt er nú þetta mál. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til að gera þennan tittlingaskít að einhverju stórmáli eru grátbroslegar. Enda vita þeir að þessi ríkisstjórn mun sitja þetta kjörtímabil til enda og tvö næstu kjörtímabil til viðbótar. Þannig að Bjarni Ben verður kominn langt á sextugsaldurinn þegar hann getur átt von á ráðherrastól.
Upplýsti yfirmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |