2.7.2009 | 09:44
Norðurlönd settu skilyrði
![]() |
Norðurlönd settu skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 12:26
Eru VG stjórntækir.
Nú er að renna upp ögurstund hjá VG og þá mun koma í ljós úr hverju þeir eru gerðir. Er VG samansafn nöldrara og almennra mótmælenda eða er þetta alvöru stjórnmálaflokkur.
Nú er komið að því að Steingrímur Sigfússon leggi Icesave samninginn fyrir Alþingi til að fá samþykkta ríkisábyrgð vegna hans. Þegar er komið fram að nokkrir þingmenn VG hafa efasemdir vegna þessa máls og hafa jafnvel gefið í skyn að þeir muni greiða atvkæði gegn samningnum. Þetta háttalag er prófsteinn um það hvort hægt er að vinna með VG í ríkisstjórn.
Það er auðvitað allt í góðu lagi að þingmenn í stjórnmálaflokki hafi mismunandi skoðanir og deili innbyrðis í flokkum en þegar meirihluti þingmanna hefur komist að ákveðinni niðurstöðu þá verða auðvitað allir þingmenn að fylgja þeirri niðurstöðu. Ef þeir gera það ekki þá er sá flokkur ekki stjórntækur.
Landsstjórnin getur ekki byggst á því hvernig Ögmundur, Guðfríður, Lilja, Atli eða einhverjir aðrir þingmenn fara fram úr á morgnanna. Ef Steingrími tekst ekki að ná þessum aga í flokknum er þetta fyrsta og síðasta ríkisstjórn sem VG taka þátt í. Ef hinsvegar agaleysið verður ofan á og einstakir þingmenn VG fara að greiða atkvæði út og suður í andstöðu við flokksforystuna er ekkert um annað ræða en að Samfylkingingin slíti stjórnarsamstarfinu og taki að upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
![]() |
Strandi Icesave, strandar allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 23:09
Hélt ég sæi ofsjónir.
Ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég las ummæli Agnesar Bragadóttur og dugnað og kraft Jóhönnu. henni er greinilega ekki alls varnað. Hef örsjaldan heyrt hana tala vel um fólk nema sitt fólk. Flott hjá Agnesi og orð í tíma töluð.
Var að hlusta á ÍNN rétt áðan. Þó ég hafi nú fljótlega skipt um stöð verður að viðurkenna að þeir kumpánar Guðlaugur Þór, Óli Björn og Ingvi Hrafn voru svoldið fyndnir í hneykslan sinni á vinstri mönnunum, ríkisstjórninni, sem nú eru í því erfiða og vandasama hlutverki að taka til í samfélaginu eftir allar hrakfarirnar sem dunið hafa yfir okkur en þessir þrír eru einmitt samnefnarar fyrir flokkinn sem stóð vaktina þegar þessi ósköp dundu yfir. Þremenningarnir töldu Icesave samninginn alls óverjandi og ómögulegan en eyddu ekki orði á að það var flokkurinn þeirra sem lagði grunninn að samningnum sem ríkisstjórnin hefur nú betrumbætt eins og kostur var.
![]() |
Jóhanna glansaði á prófinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 12:28
Icesave í Hollandi á okkar ábyrgð.
Hef undanfarna daga fylgst með stórkarlalegum yfirlýsingum formanns Framsóknarflokksins og formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir af öllum mætti sínum reyna að gera lítið úr þeim samningum sem gerðir hafa verið við Hollendinga og Breta vegna Icesave.
Við nánari skoðun er hér um lítilmótlegan áróður að ræða. Í morgunblaðinu í dag er stutt en mjög skýrt yfirlit um það hvernig Icesave reikningarnir þróuðust og enduðu. Við lestur þessarar greinagóðu lýsingar leið manni eins og maður væri að lesa yfirlit um fjárglæfra ónefndrar hreyfingar sem kennd er við Sikiley. t
Alver er ljóst að Landsbankinn greip til þessara aðgerða þegar hann gat ekki endurfjármagnað sig með eðlilegum hætti. Þá var farið út í það að bjóða innlán á hærri vöxtum en nokurstaðar þekktist í Evrópu. Auðvitð stukku saklausir íbúar Hollands á þetta gylliboð og voru stofnaðir 14 þúsund reikningar í Hollandi fyrstu vikuna.
Þetta gerðist 29. maí árið 2008 en á þessum tíma höfðu margar skýrslur verið gerðar bæði af innlendum og erlendum aðilum sem vöruðu við öfgafullri útþennslu íslenska bankakerfisins. Samt hélt Landsbankinn áfram. Ekki nóg með það heldur komum við núna að alvarlegasta þætti þessa máls. Hann er sá að íslenska Fjármálaeftirlitið virðist hafa bakkað Landsbankann upp í þessari geðveiki allan tímann. Því til staðfestingar má nefna að 15. ágúst 2008 sendi íslenska Fjármálaeftirlitið tölvupóst til hollenska Fjármálaeftirlitsins og lýsa undrun sinni á því að þeir skyldu voga sér að gera athugasemd við þessa ofurþennslu Landsbankans í Hollandi.
Íslenska Fjámálaeftirlitið er ríkisstofnun á ábyrgð Viðskiptaráðuneytisins sem aftur er fulltrúi þjóðarinnar í öllu sem snýr að bankamálum. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að þessar Icesave hamfarir séu eingöngu Landsbankanum að kenna. Fulltrúar þjóðarinnar Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið tóku fullan þátt í þessu með bankanum og létu allar viðvaranir sem vind um eyrun þjóta þangað til allt var um seinan.
Með þetta í huga held ég að við Íslendingar ættum að staldra aðeins við og hugsa okkar gang. Icesave reikningarnir í Hollandi námu 300 ma.kr. þar af taka Hollendingarnir sjálfir á sig 90 ma.kr. en Íslendingnar, Landsbankinn og þjóðin 210 ma.kr. M.t.t. þessa er alveg ljóst að samningarnir við Hollendina sem við höfum náð eru mjög hagstæðir fyrir okkur miðað við það glórulausa mér liggur við að segja glæpsamlega athæfi gagnvart saklausum borgurum Hollands.
18.6.2009 | 15:13
Auðvitað ekki.
Undirritaðri er alveg fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk heldur uppi þessum makalausa áróðri um að háttvirt Jóhanna og félagar hennar í ríkisstjórn séu af eintómri mannsvonsku að semja um eitthvað sem örugglega setur landið okkar á hausinn. Hvers vegna í ósköpunum ættu þau að vilja það. Eins og allir vita eru Framsóknarmenn þarna með formann sinn og heimsendaspámanninn fremstan í flokki.
Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu með færustu sérfræðinga sér við hlið í samningnum um Icesave og þeir hafa legið yfir gögnum varðandi þetta mál í marga mánuði. Ef dæma ætti um hver er trúverðugri í þessu máli ríkisstjórnin og með Jóhönnu í fararbroddi eða æstur formaðurinn og hans fylgismenn er lítill vafi á hver vinnur. Hinn þögli meirihluti lætur ekki blekkjast af svona auglýsingamennsku.
![]() |
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 14:11
Stjörnuhrap hjá Framsóknarflokknum.
Við sem fylgjumst með stjórnmálum höfum undanfarið orðið vitni að furðulegu stjörnuhrapi hjá Framsóknarfloknum. Maður einfaldlega spyr hvað er eiginlega í gangi?
Fyrir 4 mánuðum var kosinn nýr formaður í Framsóknarflokknum. Þar var kosinn til forystu ungur glæsilegur maður með miklar hugsjónir sem vakti hrifningu og vonir. Nú 4 mánuðum seinna sjáum við vanstilltan æsingamann sem stöðugt fer yfir strikið í stjórnmálaumræðunni. Ef fram heldur sem horfir hljóta þessar náttúruhamfarir í Framsóknarflokknum að leiða til þess að flokkurinn hverfur endanlega af sjónarsviðinu.
Aftur er spurt. Hvað er eiginlega í gangi?
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2009 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2009 | 21:38
Ánægjulegur viðsnúningur.
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 11:36
Rífandi gangur.
Flottur fundur hjá forsætisráðherrunum á Egilsstöðum. Svo er fólk að segja að ríkisstjórnin geri ekkert. Lánamálin milli okkar og norðurlandanna að komast á hreint segir Jóhanna. Þá er bara að samþykkja Icesave samninginn drífa sig svo í ESB viðræður og vona að við það þokist gengið í rétta átt svo maður geti farið að ferðast aftur til útlanda.
![]() |
Gott samstarf forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 20:37
Áfram Steingrímur!
Undirrituð hefur fram að þessu ekki verið stuðningsmaður Steingríms J. en í kvöld breyttist þetta viðhorf þegar ég hlustaði á viðræður hans við hinn nýja formann Framsóknarflokksins. Þarna var sleginn nýr tónn í íslenska stjórnmálaumræðu sem byggðist á frekju og yfirgangi þess unga manns sem sennilega hefur með þessu eyðilagt sinn stutta stjórnmálaferil. Við Íslendingar þurfum núna á allt öðru að halda en pólítískum vanstilltum æsingamönnum.
Það vita allir að við Íslendingar eigum í mjög miklum erfiðleikum og eigum ekki marga góða kosti það er því ekki drengilegt við þessar aðstæður að æsa upp í þjóðfélaginu óánægju og hatur á þeim sem leggja sig alla fram um að vinna okkur gagn. Við verðum að vona að svona spjátrungar takist ekki sitt lítilssilgda ætlunarverk að reyna að æsa upp fólk sem á í erfiðleikum.
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 12:00
Stundum er eins og fólk lesi ekki áður en það dæmir.
,,Á fyrstu sjö árunum borgar Landsbankinn, eða eignasafn hans, höfuðstólinn niður. Hann lækkar stöðugt á þeim tíma. Hann byrjar í 650 milljörðum króna, en ef áætlanir ganga eftir þá verður hann kominn niður í 170 milljarða króna í lok þessa sjö ára tímabils. Á þessum sjö árum fer ekki ein króna úr ríkissjóði í þessar greiðslur. segir Svavar. Við þetta komist Íslendingar í skjól frá því efnahagslega fárviðri sem geysi úr öllum áttum í heiminum".
Er þetta vondur samningur? eignasafn Landsbankans borgar fyrstu 7 árin af höfuðstólnum, ekki ein króna úr ríkissjóði, við komust aftur í samfélag þjóðanna og fl. og fl.
Margir virðast ekki átta sig á því í hvaða stöðu við vorum komin á alþjóðavettvangi eða neita að trúa því og eru með mjög óábyrgann áróður sem er sérstaklega slæmt þegar þar eru fremstir í flokki forystumenn flokka. Því þeir vita betur.
![]() |
Hagkerfið kemst í skjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |